top of page

NEXT TOOL

previous tool

back to the list of tools

Æfing: AÐ skilja sjálfstraust

Í þessari æfingu er sjónum beint að því að læra um hið flókna hugtak sjálfstraust. Ýmsar leiðir til þess að efla sjálfstraust eru útskýrðar. Í sjálfstrausti felast sex þættir: samskiptahæfileikar, sjálfsmynd, færni, framlag, stjórn og hugrekki.

 

Heimild: www.resilience-project.eu

Lærdómur/hæfniviðmið  

Að lokinni þessari æfingu eiga þátttakendur að vera færir um að:

  • Skilja hugtakið sjálfstraust.

  • Skilja margbreytileika hugtaksins sjálfstraust.

  • Hafa skrifað niður leiðir til þess að efla eigið sjálfstraust.

  • Hafa reynt að aðrir þurfa einnig að takast á við sömu vandamál hvað varðar sjálfstraust.

Um æfinguna

Einstaklingar geta dregið úr sjálfstrausti sínu með óraunhæfum neikvæðum hugsunum og byggt upp sjálfstraust með jákvæðum rökréttum hugsunum eins og Sam Horn útskýrir í bók sinni Concrete Confidence. Jafnframt er hægt að þróa seiglu á ýmsan hátt, til dæmis með því að auðga samskiptahæfileika, læra að stýra sjálfum okkur betur og með því að meta og staðfesta styrkleika og hæfileika. Seigla þróast þannig í samhengi við að sjálfstraust eykst.

Leiðbeinandinn vinnur með hópi nokkurra þátttakenda og útskýrir hugtakið sjálfstraust. Þátttakendur ræða sex þætti sjálfstrausts og svara nokkrum spurningum.

Leiðbeiningar

 

1. Skef  

Leiðbeinandinn fjallar um hugtakið sjálfstraust. Sjálfstraust er ekki dularfull einkenni sem við annað hvort fæðumst  með eða ekki og það er heldur ekki afleiðing af ótrúlegum árangri. Sjálfstraust er leikni sem allir geta eflt með sér. Lao Tzu sagði „Þúsund mílna ferðalag hefst með einu skrefi.“ Í sjálfstrausti felast þættirnir sex: Samskiptafærni, sjálfsmynd, færni, framlag, stjórn og hugrekki., Control and Courage. 

 

2. Skref 

Lýsing á verkefninu Sjálfstraust er dreift til þátttakenda. Þeir fara yfir það með leiðbeinanda, sem útskýrir hindranir og hvata. Hindranir eru óraunhæfar neikvæðar hugsanir en hvatar felast í jákvæðum skynsamlegum hugsunum. Leiðbeinandinn getur mælt með að þátttakendur reyni að greina á milli þess hvort þeir hafi upplifað hindranir eða hvata. Jafnframt er hægt að kanna við hvaða kringumstæður þátttakendur upplifa hindranir og í hvaða aðstæðum þeir vænta hvatningar. Að loknum umræðum svarar hver þátttakandi fimm spurningum. Áhersla er lögð á leiðir til þess að efla sjálfstraust

 

 

 

Hand-out: Confidence

Verkefnablaðinu Sjálfstraust er dreift

 

 

3. Skref

Þeir sem vilja fá frekari útskýringar á hugtakinu sjálfstraust geta nýtt sér „self-confidence pot“

sem nálgast má á vefsíðunni:  http://www.thepositiveencourager.global/

 

4. Skref 

Leiðbeinandinn slær botninn í æfinguna og tengir sjálfstraust við seiglu. 

 

Ábending

Hópur þátttakenda situr í hring þannig að allir sjái hver annan.

Afar mikilvægt er að minna þátttakendur á að halda trúnað um allt sem fram fer. 

 

Kennsluaðferð  

Leiðbeinandi kynnir umræðuefnið, hópavinnu og umræður.  

Undirbúningur  

Leiðbeinandi les útdrátt og lærdóm/hæfniviðmið og fer yfir skrefin, ásamt því að ljósrita

eintök af verkefnablaðinu Sjálfstraust

 

Undirbúningstími: 15 -30 mín. 

Sources / Contributors:

Horn, S. (1997). Concrete Confidence. New York: St. Martins Press. http://www.thepositiveencourager.global/ Listahaskoli Islands

 

This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License http://creativecommons.org/licenses/by-nc-sa/4.0/

 

This project has been funded with support from the European Commission. This publication [communication] reflects the views only of the author, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein. www.resilience-project.eu

bottom of page