top of page

Raunfærnimat og ráÐgjöf í atvinnulífinu

Á hvaða staðreyndum byggir mat á raunfærni?

  • Á tuttugustu og fyrstu öldinni hefur námssamfélagið breyst. Hlutverk námskerfa hefur breyst frá því að vera stofnanamiðað námskerfi með samræmdum námsleiðum og litlu rými fyrir framlag einstaklinga, í námskerfi sem einkennist af sveigjanleika og einstaklingsstýrðu námi.

  • Nám byggir á hæfniviðmiðum. Allt sem námsmaður veit, skilur og getur gert að afloknum námsferli er hægt að staðfesta og það er skilgreint með hugtökum um þekkingu, hæfni og færni.

  • Nám er formlegt, formlaust og óformlegt.

  • Tengja má saman formlegt, formlaust og óformlegt nám við hvaða kringumstæður sem er.

  • Með því að tengja allt fyrra nám við skref til þróunar í framtíðinni opnast hverjum og einum tækifæri til að gera áætlun á sviði  ævimenntunar út frá eigin aðstæðum. Séð frá þessu sjónarhorni er mat á raunfærni ekki til þess ætlað að undirstrika skort á færni heldur einmitt  hið gagnstæða, að kanna birgðastöðu á þeirri færni sem einstaklingurinn býr yfir.  

  • Ávallt er hægt að finna fyrirmyndardæmi!

Tilgangur raunfærnimats?

Einstaklingsbundinn tilgangur: Raunfærnimatið bætir tækifæri til sjálfseflingar og færniþróunar í átt að sjónarmiðum ævimenntunar. Mat á færni sem aflað hefur verði á formlausan eða óformlegan hátt eykur á löngun fólks til þess að halda áfram námi og það verður sér betur meðvitað um hvernig, hvað, hvenær og hvers vegna það vill læra.

Hagrænn tilgangur: Raunfærnimatið styður við vinnumarkað sem stjórnast í auknum mæli af færnikröfum  og starfshæfni og eykur samsvörun milli færnikrafna og þeirrar færni sem starfsfólk býr yfir.

Menntunarlegur tilgangur: Raunfærnimatið stefnir að námskerfi sem einkennist af sveigjanlegra og einstaklingsmiðaðra námi í nánum tengslum við þarfir launþegakerfis. Raunfærnimat virkar í þríhliða samvirkni og víxlverkun einstaklinga, launþegakerfis og námskerfis. Það leiðir síðan til nýsköpunar á innviðum og ferlum.  

Félagslegur tilgangur: Mat á raunfærni felur í sér kröfu um að sýnt sé fram á getu til að beita þekkingu, hæfni og viðhorfum til þess að ná merkjanlegum árangri í tilteknu félagslegu-, hagrænu-, og menningarlegu samhengi.  Sönnur og sannindamerki eru aðeins möguleg þegar aðrir, sem maður hefur verið í samskiptum við, bera kennsl á þau og meta þau líka. Raunfærnimat hefur áhrif á félagslega samheldi og valdeflingu, svo og á þá færni sem þörf er fyrir í fyrirtækjunum.

 

Skrefin í raunfærnimati

Mat á raunfærni snýst fyrst af öllu um að draga fram í dagsljósið fjölbreytt og dýrmætt nám einstaklinga. Námið á sér oftar en ekki stað utan formlegra mennta- og fræðslustofnana, á heimili, á vinnustað eða í frístundum. Oft er litið framhjá því eða því lítill gaumur gefinn. Í öðru lagi snýst mat á raunfærni um að auka virði náms einstaklinga óháð því við hvaða kringumstæður námið fór fram. Að fara í gegnum mat á raunfærni hjálpar námsmanni við að „skipta út“ niðurstöðu af formlausu og óformlegu námi út fyrir möguleikann á framtíðarnámi eða atvinnutækifæri. Ferlið verður að vera traustvekjandi, einkum með því að staðfesta að kröfur um áreiðanleika, gildi og gæði hafi verið uppfylltar. Þessar hliðar sýnileika og gildis, verður ávallt að taka með í reikninginn við skipulag á fyrirkomulagi mats, enda þótt það sé gert á ólíkan hátt og í ólíkum samsetningum. 

Lýsingin hér fyrir ofan takmarkar ekki mat á raunfærni við einstakt stofnanasamhengi. Þótt mat á raunfærni fari oftast fram í tengslum við menntun og fræðslu með það að markmiði að veita einstaklingum tækifæri til þess að fá formlega viðurkenningu á formlausu og óformlegu námi þá fer raunfærnimat einnig fram hjá mörgum stofnunum og hagsmunaaðilum utan við mennta- og fræðslustofnanir, til dæmis hjá vinnumarkaðsyfirvöldum, efnahagsgeirum og sjálfboðaliðastofnunum. Margþættar niðurstöður raunfærnimats, sem spannar allt frá formlegum skírteinum til viðurkenninga fyrir tileinkaða færni innan fyrirtækis, eiga  það sameiginlegt að vera viðleitni til þess að auka sýnileika og gildi náms sem fram fer utan skólastofunnar.

Í evrópskum leiðbeiningum um mat á formlausri og óformlegri færni (Cedefop, 2015), þar sem grundvallareiginleikar raunfærnimatskerfa eru útskýrðir, eru tilgreind fjögur aðgreind stig:

  1. Að bera kennsl á niðstöður lærdóms sem einstaklingur hefur mætt í gegnum formlaust og óformlegt nám.

  2. Gögn um niðurstöður lærdóms sem einstaklingur hefur tileinkað sér  í gegnum formlaust og óformlegt nám.

  3. Mat á niðurstöðum lærdóms sem einstaklingur hefur tileinkað sér í gegnum formlaust og óformlegt nám.

  4. Vottun á niðurstöðum mats á lærdómi sem einstaklingur hefur tileinkað sér í gegnum formlaust og óformlegt nám á formi skírteinis eða eininga sem metnar eru til hæfis á öðru viðeigandi formi.

Heimildir:

Recognition of Prior Non-Formal and Informal Learning in Higher Education: http://eacea.ec.europa.eu/education/eurydice/documents/focus-on/152.pdf

European Centre for Validation of Prior Learning EC-VPL: http://www.ec-vpl.eu/tag/validation-of-prior-learning/

Raimo Vuorinen, Key note speach in 1st VPL Biennale:The role of guidance in validation processes.http://www.vplbiennale.com/programme/dr-raimo-vuorinen/

Ruud Duvekot: Netherlands Case Study: World of WorkValidation of Prior Learning as a career guidance tool: linking education and training and the labour market. http://uil.unesco.org/fileadmin/keydocuments/LifelongLearning/en/NetherlandsCaseStudy1WorldOfWorkVPLAsACareerGuidanceTool.pdf

Meira

Mat á raunfærni er ferli þar sem fólk er aðstoðað við að verða sér meðvitað um þá færni sem það hefur aflað sér um ævina, um gildi færninnar og fá formlega viðurkenningu á henni. Raunfærnimat er aðferð sem hefur sérstakt gildi  fyrir vinnustaði vegna þess að í starfi tileinkar fólk sér reynslu sem getur reynst mikilvæg þegar stefnt er að hæfni, almennri starfsfærni og eflingu fólks.

 

Af hverju raunfærnimat?

 

Raunfærnimat á rætur að rekja til þess að upprunalegt nám eða starfsþjálfun nægir ekki lengur. Mikilvægt er að viðurkenna að færni (þekking, leikni, viðhorf, metnaður) þróast í sífellu. Þetta hefur í för með sér að einstaklingurinn er alltaf og alls staðar – meðvitað eða ómeðvitað - að læra í gegnum:

  • Formlegt nám, sem fer fram við skipulagðar og formgerðar aðstæður, s.s. í skóla / fræðslumiðstöð og er beinlínis skilgreint sem nám hvað varðar markmið, tíma og aðbúnað. Nemandinn lítur svo á að formlegt nám sé stundað með ásetningi og því lýkur að jafnaði með staðfestingu eða vottun.

  • Óformlegt nám á sér stað í skipulögðu starfi sem ekki er beinlínis hugsað sem nám en felur í sér mikilvægan námsþátt. Óformlegt nám er stundað með ásetningi af hálfu nemandans en leiðir að jafnaði ekki til staðfestingar.

  • Formlaust nám sem fer fram við dagleg störf, í fjölskyldulífi eða tómstundum. Það er hvorki skipulagt né skilgreint sem nám. Fyrir nemandanum er formlaust nám yfirleitt án ásetnings.

bottom of page