top of page

Færni í ráÐGjöf fyrir stjórnendur og yfirmenn

Flest störf eru að þróast í átt að þekkingarstörfum og sérþekking starfsfólks verður sífellt mikilvægari. Þess vegna eykst þörf fyrir að stjórnendur tileinki sér lærdómsríkar aðferðir sem miða að þátttöku allra við stjórnunarstörf.  Brýnt er að yfirmenn búi yfir færni í samskiptum og ráðgjöf.

 

Nú er gerð krafa um að stjórnendur beri ábyrgð á þróun teyma en jafnframt einstaklingum og áætlunum þeirra um þróun starfsferils. Í samkeppnisumhverfi nútímans er mikill þrýstingur á starfsmenn margra fyrirtækja á að þeir leggi sig virkilega fram og það hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu.  Þess vegna er þörf fyrir  að þessir starfsmenn njóti viðeigandi ráðgjafar  þegar þess er þörf. Markmið ráðgjafar er að draga úr álagi og gera vinnuna markmiðssæknari og gæta þess að vinnuumhverfið sé gott, og stuðli fyrst og fremst að starfsánægju. Stjórnendur verða að vera þess umkomnir að grípa til aðgerða sem stuðla að þessu og veita starfsmönnum faglega aðstoð hvort sem um ræðir tilfinningalegan eða geðrænan stuðning.

Dæmi

Félagsmálasjóður Evrópu styrkti verkefni sem bar titilinn „TOKI – verkefni til þess að þróa náms- og starfsráðgjöf í atvinnulífinu (e. Project for the development of guidance skills in working life)“ (2010 - 2015) en þar var þróuð fræðsluáætlun fyrir lykilstarfsmenn á vinnustaðnum.  Hluti verkefnisins fólst í fræðslu sem símenntunarmiðstöðin í Oulu veitti  og kallaðist „Aukin fagmennska í náms- og starfsráðgjöf í atvinnulífinu“ (e. More professionalism in worklife guidance) á árunum 2011 til 2013. Rúmlega eitt þúsund þátttakendur frá fleiri en 140 mismunandi stofnunum tóku þátt í verkefninu. Ný röð námskeiða hófst haustið 2015. Í verkefninu er  sjónum beint að þróun færni stjórnenda, framkvæmdastjóra og mannauðsstjóra  í náms- og starfsráðgjöf.

 

Lesið meira um TOKI verkefnið!

DÆMI

Heimasíða TOKI verkefnisins (á finnsku): : http://www.tyoelamaohjaus.fi/

Efni úr TOKI verkefninu (sumt einnig á ensku): http://www.tyoelamaohjaus.fi/materiaalit-ja-julkaisut/

bottom of page