top of page
  • Grey Facebook Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey Google+ Icon
  • Grey YouTube Icon
  • Grey Pinterest Icon
  • Grey Instagram Icon

KÖNNUN: VÍSITALA STARFSHÆFNI

Á starfsferli sínum þarf starfsmaður (og einnig vinnuveitandi hans/hennar) að takast á við sífellt hraðari breytingar á samfélaginu, efnahagsmálum og tækni.  Á sama tíma eykst vinnuálag, viðfangsefnin verða flóknari, fleiri eldast og sjálfstæðum verktökum fjölgar, svo eitthvað sé nefnt. Það hvernig starfsmanni lánast að takast á við þessar breytingar, og álagið sem þeim fylgir, ræðst að miklu leyti af færni hans.  Er starfsmaðurinn fær um að líta bæði til baka og fram á veginn til að þróa starfsferil sinn? Vitneskja um hæfileika til að takast á við breytingar er bæði mikilvæg fyrir starfsmanninn sjálfan og fyrir náms- og starfsráðgjafa sem leitast við að aðstoða viðkomandi starfsmann.. 

Lærdómur (hæfniviðmið)

Að lokinni þessari æfingu eiga þáttakendur að vera færir um að:

  • Lýsa eigin starfsfærni.

  • Greina og ræða hugsanlegar hindranir (ef þær hafa verið greindar) við náms- og starfsráðgjafa eða sérfræðing sem honum/henni hefur verið vísað til.

  • Greina leiðir til að auka færni sína fyrir áframhaldandi starfsferil.

Um æfinguna

Vísitala starfshæfni (skammstafað WAI á ensku, eða Workability Index) er álitin vera nokkuð áreiðanleg leið til að meta starfsgetu einstaklings. Matið er byggt á spurningum sem viðkomandi svarar og er bæði til styttri og lengri útgáfa af spurningalistanum. Það tekur á bilinu 10 til 30 mínútur að svara. Samræðurnar sem taka við eftir að spurningum hefur verið svarað, eru síðan byggðar á niðurstöðunum og markmiði samræðnanna.

 

WAI, eða vísitala starfshæfni, er þróuð í Finnlandi til að meta starfshæfni. Með því að svara spurningunum metur viðkomandi starfsmaður sjálfur eigin starfsgetu. Reynslan sýnir að þetta er góð leið til að spá fyrir um starfshæfni viðkomandi, bæði á líðandi stundu og í framtíðinni. Niðurstaða matsins nýtist viðkomandi starfsmanni, í samstarfi við þá sem aðstoða hann eða hana, svo sem náms- og starfsráðgjafa eða meðferðasérfræðingi,  til þess að taka ákvarðanir um tilgreindar aðgerðir til að viðhalda og efla starfsgetu sína. Spurningarnar og svörin við þeim nýtast einnig sem leið til að fá starfsmanninn til þess að íhuga og endurskoða framtíðaráætlanir um hugsanleg störf.

 

Starfshæfni byggist að verulegu leyti á eðli viðkomandi starfs en einnig á gildismati, hæfni og heilsufari viðkomandi. Um öll þessi atriði er fjallað  í spurningunum. Svörin eru greind með stigum, því fleiri stig, því betri starfshæfni. WAI greinir viðkomandi einstakling, en niðurstöðuna má einnig nota til að greina hóp starfsmanna eða heila stofnun.

Atriði sem vísitala starfshæfni tekur til:

  1. Núverandi starfshæfni í samanburði  við þegar best lét á starfsævinni.

  2. Starfshæfni í tengslum við eðli/kröfur starfsins sem viðkomandi gegnir.

  3. Fjöldi sjúkdóma/ takmarkana viðkomandi að áliti læknis.  

  4. Ætluð rýrnun starfsgetu vegna sjúkdóma.

  5. Veikindadagar á næstliðnu ári.  

  6. Eigin væntingar um starfsgetu næstu tveggja ára.

  7. Andlegur styrkur (vísað til bæði atvinnulífs og lífsins utan vinnustaðar).  

 

Niðurstaðan er ekki aðeins gagnleg fyrir viðkomandi starfmann, heldur geta viðkomandi stjórnendur, eða fyrirtækið sem heild, einnig nýtt samanteknar nafnlausar heildarniðurstöður  starfsmanna til þess að grípa til aðgerða sem efla starfsgetu.

Leiðbeiningar

1. skref

Ráðgjafinn þarf að greina líkamlegt og andleg ástand viðkomandi starfsmanns. Upp koma  tilfelli þar sem viðkomandi er ekki fær um að svara spurningunum ef hann/hún er að takast á við einhverja andlega eða líkamlega sjúkdóma. Vísitölu starfshæfni má kynna hverjum einstaklingi fyrir sig þegar um er að ræða einstakling sem sjálfur hefur hug á að greina með hvaða hætti hann/hún tekst á við starf sitt. Jafnframt má kynna aðferðina fyrir hópi starfsmanna og láta svo hverjum og einum það eftir að ákveða hvort hann /hún vill fylgja spurningunum eftir með viðtali við ráðgjafa.

 

2. skref

Ef niðurstöður leiða í ljós að viðkomandi hafi þörf fyrir aðstoð, verður ráðgjafinn að sýna varfærni í samtalinu og leita aðstoðar hjá þar til bærum sérfræðingi eða ræða stöðuna við vinnuveitanda.

NEXT TOOL

previous tool

back to the list of tools

bottom of page