top of page

Fjármögnun verkefna er mikilvægt atriði. Ráðgjöf á vinnustað er mikils virði og viðurkenning fyrir starfsfólkið, en grundvallarspurningin snýr að því hvernig staðið er að fjármögnun.

Ráðgjöfin, sem lýst er í verkfærakistunni og víðar, er fjármögnuð á ýmsan hátt:

  • Greidd af fyrirtækinu (opinberu, félagslegu eða í einkarekstri). Þess konar fjármögnun er skipulögð af fyrirtækinu eða geiranum.

  • Borguð af stéttarfélögum, oftast atvinnugeiri og er samkvæmt kjarasamningi við vinnuveitendur í geiranum. 

  • Borguð eða styrkt af ríkinu. Greiðslurnar tengjast fræðsluáætlunum eða fullorðinsfræðslu og er ráðgjöfin þá hluti af námsferli. Afsláttur af sköttum getur verið innifalinn eða mögulegur. 

  • Borguð eða niðurgreidd af einhvers konar verkefni. Oftast er um að ræða tímabundin framlög til ráðgjafar hjá einstaka þjóð eða á Evrópuvísu.

  • Borguð af velferðarstofnunum. Þess háttar framlög koma úr velferðakerfi einstakra þjóða eða úr félagsmálasjóði Evrópusambandsins og er þeim einkum ætlað að auðvelda einstaklingnum að komast út á vinnumarkað eða að koma á flæði á milli atvinnugeira.

  • Borguð af einstaklingum, til dæmis frá umboðsskrifstofum, eða með kostnaði við að komast á netið til þess að fá ráðgjöf. Í flestum tilfellum getur einstaklingurinn dregið þennan kostnað að hluta til eða að öllu leyti frá skatti.

HVER GREIÐIR FYRIR RÁÐGJÖFINA?

Finnst þér þetta áhugavert? Lestu meira um efnið í lokaskýrslu verkefnisins "The Social Partners and vocational guidance for lower-paid workers". Dr Pamela Clayton, University of Glasgow. 2007. Link to the report.

bottom of page