Könnun: Seiglu – Sjálfsmat
Rannsóknir sýna að fólk sem sannarlega trúir á hæfni sína býr yfir meiri seiglu til þess að takast á við áskoranir og er líklegra til þess að takast á við kvíðaröskun og þunglyndi og nær betri árangri í námi og atvinnulífi.
Með því að þjálfa seiglu getur fólk eflt mikilvæga færni eins og að takast á við streitu, stýrt getu sinni, aukið sveigjanleika og tekist á við framtíðina á jákvæðan hátt. Þjálfun hjálpar þeim að víkka getu sína og grípa til aðgerða, líta jákvæðum augum á sig sem árangursríka einstaklinga sem láta drauma sína um persónulegan og faglegan þroska rætast. Könnunin veitir einstaklingnum yfirlit yfir þá þætti sem hafa áhrif á hvernig hann/hún tekst á við aðstæður. Könnunin leitar svara við spurningunni: Hversu seig/ur ertu?
Lærdómur / hæfniviðmið
Að lokinni könnuninni eiga þátttakendur að:
-
Kanna þætti sem hafa áhrif á seiglu þeirra undir núverandi kringumstæðum.
-
Greint hvernig þeir geta unnið með ákveðna þætti til þess að efla seiglu.
Um könnunina
Sjálfsmatið felst í 21 spurningu, 3 fyrir hvern af sjö flokkum eða sviðum þróunar í valmyndinni (sjá heimasíðu verkefnisins).
Flokkarnir sjö eru:
-
Skynjun
-
Ná tökum á eigin lífi
-
Stofna til sambanda
-
Viðurkenning og jákvæð viðhorf (trú á framtíðina)
-
Stefnumörkun um lausnir og markmið
-
Heilbrigt líferni
-
Trú á eigin getu (Self-efficacy)
Leiðbeiningar
Hægt er að leggja sjálfsmatið fyrir á ólíkan hátt:
-
Þátttakendur í fullorðinsfræðslu geta nýtt sér það við þjálfun seiglu og við sjálfsmat. Hægt er að leggja það fyrir hópa á öllum stigum þjálfunar sem kynningu á hugtakinu, í samhengi við eitt eða fleiri atriði, í tengingu við eina eða fleiri æfingar eða við lok námskeiðsins. Það hefur einnig gagnast sem mat, ef það er lagt fyrir bæði í upphafi og aftur við lok námskeiðs (staða við upphaf og endi fræðslu).
-
Leiðbeinendur geta beðið þátttakendur um að fylla spurningaeyðublaðið út í upphafi námskeiðs til þess að kanna þarfir hópsins og valið æfingar sem henta.
-
Við markþjálfun má beita könnuninni sem lið í þróunarferli. Hver staðæfing er mikilvægur hluti seiglu sem hægt er að meðhöndla á einstaklingsbundinn hátt.
-
Til þess að gefa hugmynd um hver staða þín er núna þá er mælt með að þú svarir könnuninni sjálfur áður en þú leggur hana fyrir þátttakendur, ráðþega eða sjúklinga.
Skilaboð til þátttakenda: Finnist þér þú þarfnast þjálfunar eða þróunar í einum hluta þá geturðu fundið æfingar sem henta í valmynd með verkefninu á heimasíðunni: http://www.resilience-project.eu/index.php?id=4&L=10
Könnunin (og önnur verkfæri sem tengjast þjálfun seiglu) má finna á heimasíðu verkefnisins: http://www.resilience-project.eu/uploads/media/self_evaluation_en.pdf