top of page

Æfing: FÆRNIMAPPA

Færnimappa gerir þér kleift að kynna gögnin þín, hæfni og árangur á áþreifanlegan og  sjónrænan hátt. Með færnimöppu er hægt að halda saman og miðla gögnum á þægilegan og  meðfærilegan hátt. Þau sýna ímynd eða mynd af reynslu, áhuga, árangri, markmiðum og getu einstaklings.  Í möppunni er safnað saman gögnum á formi mynda, afrita af viðurkenningarskjölum, dæma um vinnu, myndbanda, hljóðupptaka eða öðru álíka.


Færnimappa er skipulögð sönnun á starfi, bakgrunni, vilja til starfa og sérstakri færni sem gera þig hæfa/hæfan til þess að gegna starfinu sem þú sækir um. Hafðu hugfast að þetta eru gögn sem styðja að þú ert hæfasti umsækjandinn. Þess vegna skaltu vera viss um að sýna þá færni sem vinnuveitandinn er að leita eftir. 

 

Til hvers á að búa til og nota færnimöppu? 

  • Færnimappa veitir tækifæri til að leggja áherslu á leikni sem vinnuveitandi sækist eftir.

  • Umsækjendur með færnimöppu hafa 10 % forystu fram yfir aðra vegna þess að þeir sýna einlægan áhuga á skuldbindingu við ráðningarviðtalið og ferlið. Með henni geturðu varpað eins jákvæðu ljósi á sjálfa/n þig og hægt er.  

  • Færnimappan gerir þér fært að samhæfa háskólanám við starfsmiðað nám og sýnir hvernig eitt styður við annað. 

  • Samantekt færnimöppu veitir tilfinningu fyrir hvert þú vilt stefna og afrekum þínum í gegnum persónulega íhugun. Þess vegna veitir hún yfirsýn yfir heildarmyndina.

  • Færnimappa veitir þér tækifæri til þess að þróa og skuldbinda þig við tiltekna framkvæmdaáætlun.

  • Færnimappa auðveldar þér að kanna möguleika á ferli þínum. 

  • Færnimappa aðstoðar þig við að greina og meta færni og sjálfsþekkingu bæði í núverandi starfi og í kjölfar þess.

  • Færnimappa er áhrifamikil leið til þess að gera tilvonandi vinnuveitanda ljóst að umhugsun og vinna hafi um tiltekinn tíma verið varið í að móta ákvörðu þína um að sækja um  tiltekið starf.

PORTFOLIO WORKBOOK

BY MÍMIR SÍMENNTUN, ICELAND

 

CLICK HERE TO OPEN (WORD)

CLICK HERE TO OPEN (PDF)

NEXT TOOL

previous tool

back to the list of tools

On these modern, digital times the portfolio could also be presented for the public in e-form. Here you can see some nice examples!

Review Europass for CV/portfolio development: https://europass.cedefop.europa.eu/en/home

Source: http://www.potsdam.edu/offices/career/prepare/upload/Portfolio-Guide.pdf

Also check out what google has to offer!

bottom of page