DÆMI: HÓPRÁÐGJÖF FYRIR LÁGLAUNAFÓLK
Alþjóðlegt Leonardó verkefni: Aðilar vinnumarkaðarins og náms- og starfsráðgjöf fyrir láglaunafólk
Verkefnið snérist um að safna saman góðum dæmum um hvernig hægt er að veita láglaunafólki náms- og starfsráðgjöf. Það var unnið með styrk frá Leonardó starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Þátttakendur komu frá tíu löndum, Tékklandi, Íslandi, Spáni, Danmörku, Ítalíu, Lúxemborg, Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi og Bretlandi. Til viðbótar því að safna og miðla dæmum um góða þjónustu varð í verkefninu til úrval aðferða og úrlausna sem vinnuveitendur, verkalýðsfélög og náms- og starfsráðgjafar geta nýtt sér.
Í Finnlandi fengu tólf hreingerningakonur sem störfuðu hjá litlum fyrirtækjum hóparáðgjöf sem skipulögð var að fyrirmynd hópráðgjafar sem Borgen og Amundson þróuðu. Markmið þessa könnunarverkefnis var að greina þarfir og fyrirspurnir þátttakenda fyrir ráðgjöf en jafnframt að skoða tækifæri og framkvæmd náms- og starfsráðgjafar á vinnustað. Í verkefninu voru tólf þátttakendur frá fimm ólíkum fyrirtækjum. Ráðgjafarnir voru tveir sálfræðingar frá Vinnumálastofnun. Hóparáðgjöfin var veitt samkvæmt fyrirmyndinni í fimm skipti og einu skipti til eftirfylgni. Ráðgjöfin fór fram um eftirmiðdaginn, í vinnutíma og tók hvert skipti þrjár klukkustundir. Ráðgjöfin var þátttakendum að kostnaðarlausu en vinnuveitendur greiddu þátttakendum laun á meðan á ráðgjöfinni stóð.
Markmiðið með ráðgjöfinni var að:
-
Aðstoða þátttakendur við að greina eigin styrkleika, færni og tækifæri til þess að efla sig.
-
Íhuga áskoranir og ánægjugjafa í starfi þeirra.
-
Efla þátttakendur faglega og styrkja faglega ímynd.
-
Búa til áætlanir um framtíðina.
-
Íhuga kvenleikann og það sem fylgir því að vera kvenkyns og lífa lífi konu.
-
Allir þátttakendur lýstu yfir ánægju með reynsluna af ráðgjöfinni. Þeim fannst að hópavinnan hefði víkkað sjóndeildarhring sinn og eflt sjálfsöryggi, sjálfstraust og hugrekki.
Lesa má meira um hópráðgjöf á vinnustað og rannsóknir á því á eftirfarandi heimildum og krækjum
-
Koivuluhta, M. & Ruponen, R. 2005. Tiedot ja taidot näkyviksi - kokemuksia siivoustyötä tekevien naisten ohjausryhmästä. Teoksessa Vanhalakka-Ruoho, M. (toim.) Työelämäohjauksen mahdollisuuksia ja toimivia käytäntöjä, s. 54-79. Kasvatustieteiden tiedekunnan selosteita N:o 93, Joensuun yliopisto.
-
Wesanko, S-L. 2005. Työelämäohjausta matalapalkka-aloille. 'Tiedot ja taidot näkyviksi' -ryhmäohjauksen arviointia. Teoksessa Vanhalakka-Ruoho, M. (toim.) Työelämäohjauksen mahdollisuuksia ja toimivia käytäntöjä, s. 80-101. Kasvatustieteiden tiedekunnan selosteita N:o 93, Joensuun yliopisto.
-
Euroguidance Newsletter: A Leonardo da Vinci pilot project with a wide-reaching impact
-
Final project report: The Social Partners and Vocational Guidance for Lower-Paid Workers
-
Project home page
-
The potential of workplace guidance in the development of lower-paid workers in Europe. Pamela Clayton. 2007.
-
Ritva Ruponen & Marjatta Vanhalakka-Ruoho: Group counselling in enhancing agency at work: the case of it-professionals
-
What do the participants gain? Group counselling to enhance agency at work. M. Vanhalakka-Ruoho & R. Ruponen. 2013. (In Academia.edu)
-
Group counselling in the era of change and uncertainty: Navigating forwards. Marjatta Vanhalakka‐Ruoho, William A. Borgen, Jatta Herranen, Päivi‐Katriina Juutilainen, Merja Koivuluhta, Jyrki Korkkid, Leena Penttinen, Helena Puhakka, Ritva Ruponen & Mikko Vesisenaho. 2009. (Pages 52-60.)