top of page

Dæmi: hæfnigreining starfa

Meginmarkmið æfingarinnar er að kortleggja þá hæfni sem tiltekið starf krefst. Aðferðin byggir á þeirri tilgátu að hægt sé að greina úrslitaþætti árangurs í starfinu og frammistöðu hjá fyrirtækinu. Þetta er gert til þess að hægt sé að sérsníða fræðsluverkefni jafnt að þörfum starfsfólks og fyrirtækisins.


Heimild: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Íslandi.

 

Skilgreining

Með færni er átt við sjáanlega leikni, þekkingu, hvata eða eiginleika sem skilgreindir eru í formi hegðunar sem þarf til þess að ná árangri í starfi. Hægt er að greina/meta og bæta færni.

 

Verkfæri og gerendur

Nauðsynleg verkfæri eru lýsing á færni og greinileg lýsing á stigum ferlisins. Þátttakendur i hæfnigreiningu starfa eru sérfræðingar á sviði viðkomandi starfa. Þeir þurfa að taka þátt í öðru stigi hæfnigreiningarferilsins.

Stig

 

1. stig – Undirbúningur

Á þessu stigi eru gerðar rannsóknir á bakgrunni, til dæmis með því að leita að upplýsingum um viðkomandi starf og að kanna hvort til séu  einhverjar lýsingar eða greiningar á innihaldi eða færnikröfum fyrir starfið. Þá eru þátttakendur einnig valdir á undirbúningsstiginu og þrír fundir dagsettir. Kjörfjöldi þátttakenda er á milli 12 og 20 manns.

2. stig – Fundir

Tímasetning fyrir þrjá fundi er ákveðin, hver þeirra tekur um það bil þrjár klukkustundir:

  • Á fyrsta fundi þurfa þátttakendur að komast að kjarna starfsins og þeirra  viðfangsefna sem starfið  felur í sér. Niðurstaða fundarins er starfaprófíll eða lýsing á starfinu og þeim verkþáttum sem í því felast. 

  • Á öðrum fundi takast þátttakendur á við eiginlega hæfnigreiningu. Þeir velja mengi hæfniþátta sem þeim finnst vera nauðsynlegir til þess að inna starfið eða verkefnið af hendi. Jafnframt greina þeir hversu mikil hæfnin þarf að vera, það er á hvaða þrepi hún er. Árangur annars fundar er yfirlit yfir hæfni og á hvaða þrepi hæfnin sem starfið krefst er.  

  • Á þriðja fundi er meginmarkmiðið að ljúka vinnunni og hæfnigreiningunni. Þátttakendur bera saman lýsingu/skilgreiningu á starfinu frá fyrsta fundi og hæfnina og hæfniþrepin sem valin voru á öðrum fundi.

3. stig – Frágangur

Á þessu stigi fer fram úrvinnsla efnisins sem safnað hefur verið og ákvörðun um hvort þörf sé á  að kalla fleiri hagsmunaaðila til. Sérfræðingur sem leggur lokahönd á hæfnigreininguna nýtir þetta stig einnig til þess að skrifa skýrslu, þar sem gerð er grein fyrir ferlinu og niðurstöðum þess, sem hægt er að nýta til þess að hanna nám til undirbúnings fyrir starfið.

  • Grey Facebook Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey Google+ Icon
  • Grey YouTube Icon
  • Grey Pinterest Icon
  • Grey Instagram Icon

NEXT TOOL

previous tool

back to the list of tools

bottom of page