top of page

previous tool

back to the list of tools

Æfing:„UmræÐuhópar um Þróun náms- og starfsferils“

Umræðuhópar (e. buzz groups) stuðla að árangursríkari samræðum. Hópana má nota með ýmsum hætti og oftast eru þeir notaðir samhliða öðrum aðferðum, svo sem fyrirlestrum. Umræðuhópar skapa heppilegar aðstæður til hefja  samræður. Sú útgáfa aðferðarinnar sem hér er kynnt er kölluð hópumræðuaðferðin. Hún eflir einstaklinga til að einbeita sér að þeirra eigin náms- og starfsferli og til að þróa samfélagskennd.    

Heimild: Símenntunarmiðstöðin, Söderhamn í Svíþjóð og texti frá Ernest W. Brewer: Leiðir sem sannanlega koma skilaboðum á framfæri, 1997.

Lærdóms/hæfniviðmið

Að lokinni þessari æfingu eiga þátttakendur að vera færir um:

  • Að tjá sig um það efni sem er til umfjöllunar.

  • Að hafa áhrif á lausnir og hugmyndir sem tengjast starfsferilsþróun.

 

Um æfinguna

Umræðuhópar eru myndaðir með því að skipta stórum hópum upp í minni samræðuhópa með 2 til 15 einstaklingum sem allir hittast á sama tíma til að ræða tiltekna spurningu, áskorun eða viðfangsefni. Þannig hópar mynda aðstæður sem hvetja til sjálfstæðrar og vitrænnar íhugunar þátttakenda og draga úr þörfinni fyrir tilbreytingarlausa fyrirlestra þar sem þátttakendur eiga að leggja hlutina á minnið.  


Ef umræðuhópur tengist vinnustað er hugmyndin sú að starfsmenn nýti ólíka þekkingu sína og reynslu og aðstoði og efli þannig hver annan í hópvinnu, undir leiðsöng náms- og starfsráðgjafa. Einstaklingarnir sem veljast í hópana geta jafnt verið almennir starfsmenn, stjórnendur eða framkvæmdastjórar – allt eftir því hvert umræðuefnið er. Þetta er eins konar jafningjaráðgjöf undir leiðsögn náms- og starfsráðgjafa.   

 

Instructions

 

1. Skref: Undirbúningur

Finna þarf efni, hugmynd eða hugsun sem tengist starfsþróun. Velja má ýmiskonar efni svo sem „Hvernig á að efla færni í núverandi starfi?“ eða „Hvernig á að bæta þjónustuna?“ Það sem skiptir máli er að efnið/hugmyndin/hugsunin henti viðkomandi umræðuhópi. Stuttlega má segja að heppileg hugmynd/hugsun sé efni sem forsendur eru til  að ræða í hópnum og sé jafnframt efni sem leiðbeinandinn geti að líkindum tekið virkan þátt í með endurgjöf. Velja ber efnið sem á að ræða áður en hópurinn kemur saman og byggja valið á almennum þörfum hópsins. Taka má fyrir eitt efni í öllum hópunum eða velja mismunandi efni eftir því hvaða hópur á í hlut.

 

2. Skref: Framkvæmd

Leiðbeinandi kynnir efnið/efnin sem á að ræða í hópi tveggja til 15 einstaklinga. Það reynist yfirleitt vel að skilgreina efnið vel, að gefa þátttakendum færi á að njóta sín og að sjá til þess að tíminn sem veittur er til umræðunnar sé ekki það skammur að það valdi miklu ergelsi á meðal þátttakenda.

A. Starf umræðuhópsins hefst á því að þátttakendur kynna sig.

B. Ritari hópsins er valinn (ekki nauðsynlegt ef hópurinn er mjög lítill, 2 til 3)

C. Almenn umræða hefst þar sem hugmynd/hugsun er til umræðu  og veitt endurgjöf er rædd.             Athugasemdir eru skrifaðar niður. Hópstjórinn á að sjá til þess að allir fái tækifæri til að tjá sig og að     tjáskiptin séu skiljanleg. 

D. Leiðbeinandinn getur farið á milli hópa og hlustað. Þegar það reynist nauðsynlegt getur                       leiðbeinandinn varpað fram spurningum til að stuðla að samræðum eða til að sjá til þess að                samræðurnar beinist að efninu (án þess þó að verða þungamiðja samræðnanna).

E. Þegar um ein til tvær mínútur eru eftir af tímanum lætur leiðbeinandinn vita að nú sé tíminn því           sem næst liðinn. Þá er öllum hópunum safnað saman í stærri hóp þar sem hver undirhópur segir         frá því helsta sem fram kom í umræðum hans.

F. Umræður fara fram í stóra hópnum ef þess gerist þörf.

G. Leiðbeinandi safnar saman punktum frá hverjum og einum samræðuhópi. Hann útbýr samantekt       á helstu niðurstöðum sem nota má til að frekari þróunar á efninu. Hugsanlega má kalla saman             nýjan fund til frekari umfjöllunar um efnið eða skrifa aðgerðaáætlun.

 

 

3. Skref: Eftirfylgni 

Umræðuhópar (Buzz group) starfa í mesta lagi í eina og hálfa klukkustund. Sama efni/hugmyndir má taka fyrir á framhaldsfundi til að þróa efnið enn frekar. Leiðbeinandanum og ábyrgum stjórnendum, ber að fara með allt sem skrifað hefur verið niður og sem tengist umræðuhópunum sem trúnaðarmál – þó getur það farið eftir því í hvaða samhengi málið er sem tekið hefur verið fyrir.

Niðurstöður umræðuhópanna er efni/hugmyndir/hugsanir sem atvinnurekandi og stjórnendur geta rætt frekar:

1. Hver ertu? Lýstu því stuttlega af hverju þú ert hér.
2. Lýstu því í fáeinum línum hver hugmynd/hugsun þín er.
3. Hvaða væntingar hefur þú til niðurstöðu umræðuhópsins?

Lýsingunum má safna saman í öskju eða taka saman af einum aðila sem stjórnar fundinum (leiðbeinanda/starfsmanni frá starfsmannaskrifstofu). Stjórnandinn rýnir í hugmyndirnar og velur efni sem taka á fyrir á fundi í umræðuhópi. 

 

Athugið: Ekki skrifa niður eða tilkynna neitt sem þú vilt ekki að berist til annarra!

bottom of page