top of page

Æfing: Hagnýt skissa

Margir eru ekki meðvitaðir um þá fjölbreyttu færni sem þeir búa yfir og beita henni því ekki í vinnunni. Stundum vegna þess að fólk hefur ekki leitt hugann að því eða það hefur ekki orðaforða á valdi sínu til þess að ræða um hana. Mikilvægt er að vera fær um að lýsa þeirri færni sem maður býr yfir og geta að vissu marki greint hvaða færni þarf til þess að leysa verkefni eða starf af hendi. Í þessari æfingu skapast umræða einmitt um færnina.


Heimild: Foundation European Centre for Valuation of Prior Learning, Netherlands.

Lærdómur / hæfniviðmið

  • Að lokinni þessari æfingu verða þátttakendur færir um að:

  • Bera kennsl á færni sína í tengslum við vinnuumhverfið.

  • Skilja og nýta hlutverkalýsingu. 

  • Greina nauðsynlega færni fyrir ákveðið hlutverk.

  • Beita greindri færni í eigin umhverfi (eigin færni, nauðsynlegri færni sem starf þeirra krefst og færni starfsins sem þeir vilja búa yfir).

  • Ræða um eigin störf og færni við aðra.

  • Skilja grundvöll starfslýsinga og atvinnuauglýsinga í sambandi við eigin færni. 

 

Um æfinguna 

Markmið æfingarinnar er að aðstoða einstaklinga við að vera sér meðvitaðir um eigin færni í tengslum við vinnuumhverfið og vera færir um að kynna, nota og ræða um færnina við aðra. Þetta er gert með því að taka eftir því hvernig fólk vinnur (í þessu tilviki með aðstoð myndbanda) og lýsa þeirri færni sem þar kemur fram, lýsa eigin færni í núverandi starfi, bera saman og ræða um niðurstöðurnar.  

 

Sá sem leiðir æfinguna þarf að finna hentug myndbönd af fólki við störf eða tækifæri til þess að fylgjast með raunverulegum aðstæðum ef það hentar betur.  Ekki er tryggt að efnið sem kynnt er hér sé aðgengilegt með þeim krækjum sem hér eru.  

 

Æfingin tekur um það bil 60 - 90 mínútur.

Leiðbeiningar

 

Undirbúið efnið: Hægt er að leggja æfinguna fyrir hvern einstakling eða vinna hana í pörum eða hópum. Hópar veita fleiri tækifæri til umræðu og viðbótarfræðslu gegnum hópavinnuna. Nokkur myndbönd eða hlutar af myndböndum af fólki við störf þurfa að vera aðgengileg, ásamt æfingaörk.

 

Á vefsíðum belgísku atvinnumiðlunarinnar, Vlaamse Dienst voor Arbeidsbemiddeling en Beroepsopleiding, er að finna myndbönd af fólki að störfum: http://vdab.tv/categorie/19

 

Við notkun þessara myndbanda  gæti orðalistinn hér fyrir neðan verið gagnlegur:

Reportages = frásögn

Beroepenfilms = myndbönd um atvinnugreinar

Opleidingenfilms = Mennta-/fræðslumyndbönd (byggð á menntakerfinu í Belgíu)

Loopbaanportretten = myndir um lífsstarf

HR-films = HR - myndbönd

Bedrijfsfilms = Kynningarmyndbönd fyrirtækja

Vacaturefilms = Myndbönd um laus störf

Dæmi um fagið „bakair“ af heimasíðu VDAB sem hægt er að nota:

1. Smellið á krækjuna: "Beroepenfilms" - Voedingssector" (= matvælaframleiðslukeðja)

2. Smellið á  "Bakker" (= Bakari).

3. Hægt er að velja texta á ensku.

4. Sýnið myndbandið

Veljið tvö myndbönd og sýnið 8 - 12 manna hópi og fylgið leiðbeiningunum á blaðinu (smellið á krækjuna hér fyrir neðan til þess að nálgast leiðbeiningarnar).

Annað afbrigði er að breyta æfingunni í leik, þar sem hópnum er skipt í tvo eða þrjá smærri hópa, sem skrifa hjá sér færni sem þeir hafa tekið eftir og kanna hvaða hópur hefur greint flesta færniþætti. Með því að skrifa lýsingu á færninni á flettitöflu er hægt að ræða um dulda færni, mikilvægi persónulegrar færni, sjá ákveðna færni út frá ólíkum sjónarhornum og/eða færni sem hefur áður  verið lýst á aðeins annan hátt annars staðar á listanum.

FINNISH

Check out these links to find some videos in Finnish!

 

www.kunkoululoppuu.fi

www.mytech.fi

www.samalleviivalle.fi

  • Grey Facebook Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey Google+ Icon
  • Grey YouTube Icon
  • Grey Pinterest Icon
  • Grey Instagram Icon

NEXT TOOL

previous tool

back to the list of tools

bottom of page