top of page

JAFNINGJARÁÐGJÖF Á VINNUSTAÐ

Hægt er að veita náms- og starfsráðgjöf á vinnustað með jafningjastuðningi.

Fræðslufulltrúar efla þekkingu vinnufélaga sinna á tækifærum til náms og hvetja þá til þess að sækja um starfsmenntun eða fræðslu af öðru tagi sem eflir fagmennsku þeirra. Starfssvið fræðslufulltrúa er innan fyrirtækis eða verkalýðssamtaka. Fræðslufulltrúar sinna hlutverkinu sem sjálfboðaliðar verkalýðsfélaga.  

 

Að minnsta kosti þrjú ólík verkefni hafa verið unnin í Finnlandi sem hafa haft það að meginmarkmiði að þjálfa jafningjaráðgjafa á vinnustað.   

  • Á árunum 2002 - 2004 voru  ráðgjafar á vinnustöðum þjálfaðir í að veita vinnufélögum sínum upplýsingar um leiðir til sí- og endurmenntunar í verkefni sem hét  „Teiknarar á sviði ævimenntunar“ (e. Life Long Learning Animators).

  • Árið 2003 var hrint af stað þriggja ára Noste áætlun sem var ætlað að hækka menntunarstig fullorðins fólks.  Innan áætlunarinnar tóku verkalýðssamtökin SAK og meðlimir þeirra frumkvæði að því að þjálfa leiðbeinendur og ráðgjafa í að vekja samstarfsfólk sitt til íhugunar um tækifæri til náms og hvetja það til þess að huga að eigin leikni og þörf fyrir að þróa færni sína. Verkefninu var bætt við störf leiðbeinendanna og ráðgjafanna án nokkurrar þóknunar. 

  • Á árunum 2010 - 2013, var einnig hrint í framkvæmd verkefni sem hét á finnsku „OpinVerkko – Työelämän koulutusneuvojat“ en þar voru leiðbeinendur og starfsráðgjafar þjálfaðir í að veita samstarfsfólki sínu stuðning við að þróa færni sína.

  •  

DÆMI FRÁ FINNLANDI
DÆMI FRÁ DANMÖRKU

Spyrjandi: Teea Oja, náms- og starfsráðgjafi hjá OAKK Finnlandi 

Viðmælandi: Lene Rosfort, starfsmaður 3F á Kastrup, Danmörku  

Fundur hjá verkalýðsfélaginu 3F Kastrup í mars 2014.

Teea: Lene, segðu mér frá 3F á Kastrup

Lene: 3F Kastrup  er verkalýðssamband. Skrifstofur okkar eru nálægt Kastrup flugvelli (Kaupmannahöfn). Félagar eru verkamenn sem starfa við flugvöllinn eða við endurvinnslu og viðhald á byggingum. Í félaginu eru um það bil 4.600 meðlimir. 

Teea: Hvernig er aðkoma þín að ráðgjöf á vinnustað?

Lene: Sambandið valdi 32 virka félaga og veitti þeim þjálfun sem sendiherrum menntunar  á 18  vinnustöðum. Trúnaðarmönnum var falið að finna sendiherrana á meðal félaga sambandsins. Þegar búið er að finna nægilega marga sendiherra þá skipuleggur sambandið þriggja daga fræðslu fyrir þá.

Teea:Geturðu sagt mér frá fræðslunni sem sendiherrar menntunar fá?

Lene: Fræðslan felst í stífri þriggja daga fræðslu og ólíkum verkefnum sem fjalla um eftirfarandi efnisatriði:

  • Danska menntakerfið.

  • Námstækifæri fyrir fullorðið fólk.

  • Starfsmennntun og fullorðinsfræðslu, vinnumarkaðsnám  (AMU námskeið).

  • Aðferðir til  að aðstoða vinnufélaga sem eru lesblindir.

  • Ögranir í námi innflytjenda.

  • Leiðir til fjármögnunar náms og hvernig sækja skuli um styrki.

  • Samskipti, samvinnu, tjáningu og samningatækni. 

Tveir sendiherrar eru sérhæfðir í lesblindu og öðrum námsörðugleikum. Sendiherrarnir hafa eigin póstlista sem þeir nota til þess að senda mánaðarlegar viðvaranir um væntanlega viðburði og námskeið. Sendiherrarnir hafa einnig símanúmer hjá hver öðrum og þeir hittast einu sinni eða tvisvar á ári.

Teea: Er vinna sendiherranna á grundvelli sjálfboðastarfs?

Lene:  Hver sendiherra menntunar má nota um það bil tvo tíma á viku til leiðsagnar og ráðgjafar fyrir meðlimi sambandsins á vinnustaðnum.

Teea: Hvað gera sendiherrarnir eiginlega á vinnustaðnum?

Lene: Á vinnustaðnum leikur sendiherrann mikilvægt hlutverk sem felst í að upplýsa og hvetja vinnufélaga sína, að aðstoða þá við að finna viðeigandi fræðslu og aðstoða þá við að finna leið sem hentar starsferli þeirra og hvetja þá til þess að sækja námskeið. Ráðgjöf á vinnustað snýst ekki eingöngu um námskeið og fræðslu sem tengist störfum þeirra beint, heldur einnig óformlegt nám eins og matreiðslu og garðyrkju. Hið síðarnefnda getur veitt ákaflega þarfa hvíld frá vinnu ef stefnir í kulnun í starfi.

Ég heimsæki einnig vinnustaði og set upp ráðgjafarhorn fyrir sendiherra menntunar. Við færum starfsfólkinu góðar fréttir. Mikil eftirspurn er eftir ráðgjöf vegna þess að margir félagar í 3F eru ófaglærðir og hafa ekki lokið neinu starfsnámi. Ráðgjöfin er oft afar hagnýt fyrir starfsmenn sem eru að leita að heppilegum námskeiðum og veita upplýsingar um hvernig hægt er að fá styrk til þess að sækja þau.  Ráðgjöfin er alltaf veitt beint til starfsmanna sem síðan snúa sér til stjórnanda með persónulega og undirbúna fræðsluáætlun.

bottom of page