top of page

Eðli ráðgjafar

 

Grunngildi ráðgjafar

 

Ráðgjafar starfa samkvæmt eigin sannfæringu um að þeir geti í starfi sínu aðstoðað einstakling í lífi og starfi þannig að hann verði sér meðvitaður um eigin færni og styrkleika og hjálpað honum að kanna færni sina frekar, þróa hana, nýta sér hana og að koma auga á tækifærin í umhverfi sínu.

Ráðgjafinn er fagaðili sem veitir leiðsögn af ábyrgð og fer eftir siðaviðmiðum og siðareglum í vinnu með  ráðþeganum.

 

Siðferðisviðmið starfsins

 

Siðferðisviðmið starfsins eiga að auðvelda ráðgjafanum starf sitt. Viðmiðin setja starfi hans greinilegan ramma og mörk, sem eru ljós jafnt ráðgjafanum sjálfum sem og ráðþeganum. Þau auðvelda ráðgjafanum jafnframt að (endur-) íhuga þau sterku áhrif (jákvæð og neikvæð) sem aðgerðir hans geta haft á einstakling eða hóp fólks. Ráðgjöf snýst um virðingu og traust. Í siðferðisviðmiðum starfsins felast leiðbeiningar og reglur um skuldbindingu. Siðferðisviðmið ráðgjafar geta einnig verið tæki til þess að veita fullvissu, bæði fyrir ráðþegann og ráðgjafann, hafi þau verið afhent ráðþega áður en ráðgjöfin hefst.

 

Í töflunni hér að neðan eru almenn siðferðisviðmið náms- og starfsráðgjafa (lesið einnig siðferðisviðmið Alþjóðlegra samtöka náms- og starfsráðgjafa IAEVG: www.iaevg.net).

Dæmi um siðferðisviðmið sem hægt er að beita eru:

1. Ábyrgð 

Menntaðir ráðgjafar:

1. 1 ... hafa hugfasta ábyrgð og þekkingu um persónulegar og félagslegar afleiðingar og áhrif náms- og starfsráðgjafar. Þeir skapa aðstæður sem

           stuðla að því að koma í veg fyrir hugsanleg eða fyrirsjáanleg vandamál.

1. 2 ... gæta að gagnsæi hlutverka einstaklinganna sem um ræðir og ábyrgðinni sem fylgir þeim.

1. 3 ... grípa til nauðsynlegra varúðarráðstafana til að koma í veg fyrir að þriðji aðili (t.d. viðsemjendur, trúnaðarmenn), sem notfærir sér þjónustu              ráðgjafa, geri það þannig að það brjóti gegn siðferðisviðmiðunum.

1. 4 ... hafna verkefnum sem þeir geta ekki leyst vel af hendi eða sem brjóta í bága við siðferðileg viðmið.

2. Fagleg færni

Menntaðir ráðgjafar:

2.1 ... haga aðgerðum sínum til samræmis við bindandi reglur stofnunarinnar sem þeir starfa við (m.a. leiðbeiningar um ráðgjöf).

2.2 ... tryggja gæði starfsins með símenntun og þróun eða öðrum viðeigandi aðferðum.

2.3 ... þegar nauðsyn ber til bjóða þeir öðru fagfólki að koma að starfinu eða benda á aðra sérhæfða stofnun þangað sem hægt er að leita eftir               ráðgjöf eða ráðleggingum.

2.4 ... skilja að ráðgjöf annars vegar og ráðleggingar hins vegar eru aðferðir sem útiloka hvor aðra.

2.5 ... grípa til viðeigandi aðgerða, ef árekstur á milli hlutverka þeirra gagnvart ráðþega hefur áhrif á þjónustu þeirra.

 

3. 3. Trúnaður og varðveisla upplýsinga

Menntaðir ráðgjafar:

3.1 ... ábyrgjast trúnað um upplýsingar um einstaklinga og stofnanir sem þeim er treyst fyrir.

3.2 ...veita þriðja aðila aðeins upplýsingar ef ráðþeginn sem um ræðir hefur gefið afdráttarlaust, helst skriflegt, samþykki fyrir því.

3.3 ... útskýra fyrir þeim sem hlut eiga að máli, þá formlegu eða lagalegu skyldu um upplýsingagjöf sem krafist er af þeim, hvort heldur er af                     yfirvöldum eða samkvæmt lögum.

3.4 ... tryggja að þriðji aðili komist ekki í skjöl sem innihalda trúnaðarupplýsingar og að upplýsingarnar séu með öllu ónafngreinanlegar.

 

4. Ábyrgð

Menntaðir ráðgjafar:

4.1 ... beita þessum grundvallarreglum og starfa í samræmi við þær.

4.2 ... aðstoða lögbært yfirvald ef brotið er gegn þessum viðmiðum og veita upplýsingar og útskýringar sem máli skipta. Gætt er að reglum um                 trúnað og varðveislu gagna. 

5. Viðurlög

Stofnun sú sem ráðgjafinn starfar við  

5.1 ... getur rekið starfsfólk sem brotið hefur á alvarlegan hátt gegn þessum viðmiðum. Í alvarlegum tilvikum getur brot leitt til þess að viðkomandi           missi starfsleyfi sitt.

5.2 ... samþykkir einfaldar reglur um beitingu viðurlaga í samræmi við lið 5.1.

 

6. Ferli kvartana

  1. Kynning

  2. Að bera fram kvörtun

  3. Formleg og fagleg stjórnum ferlis

  4. Fyrirtaka agabrots

  5. Viðurlög

  6. Formlegt áfrýjunarferli

  7. Flutningur áfrýjunar

  8. Birting

  9. Gildistökudagur

  10. Yfirnefnd kvartana​

 

Dæmi um ferli kvartana, kvörtunarbréf og möguleg viðbrögð við kvörtunum eða umvöndunum má til dæmis finna á eftirfarandi vefsíðum: :

http://www.bacp.co.uk/prof_conduct/Downloadable_Documents.php

http://www.irish-counselling.ie/iacp-complaints-procedure

http://www.nationalcounsellingsociety.org/about/complaints/

 

SIÐFERÐI RÁÐGJAFAR Í ATVINNULÍFINU

ÆFINGAR

1.  æfing: Siðferði og spurningar ráðgjafans í umræðum:

  1. Takið siðferðisviðmiðin fyrir og lýsið hverju atriði þeirra með eigin orðum.

  2. Voru siðferðislegu viðmiðin fundin upp til þess að aftra þér eða aðstoða þig í faglegri þróun í starfi?

  3. Hvaða þættir finnst þér tilheyra eða falla vel að þínum gildum og hverjir ekki, þannig að þú þurfir að breyta framkomu þinni gagnvart ráðþega og aðstæðum hans?

  4. Hversu langt er hægt að teygja hvert viðmið og hvar liggja þau mörk sem ekki má fara yfir?

  5. Hvernig brygðist þú við ef ráðþeginn byði þér peninga til þess að halda ráðgjöfinni áfram, þó að þér sé ljóst að ráðgjöfin gagnist honum ekki lengur?

  6. Hvaða upplýsingar myndir þú veita, og verða að veita, um ráðþegann, og hverjum myndir þú veita þær?

  7. Hvernig bregstu við ef vinnufélagi þinn verður uppvís að því að brjóta gegn siðferðisviðmiðunum?

  8. Hvernig getur einkalíf þitt og framkoma brotið í bága við ráðgjöf þína?

 

2. æfing: Siðferðislegar spurningar um ráðgjöf í atvinnulífinu

 

Í ráðgjöf í atvinnulífinu samtvinnast starfshættir fyrirtækisins og ráðgjafarinnar. Grundvöllurinn er afar frábrugðinn og því mætir ráðgjöf í atvinnulífinu ótal áskorunum. Ef til vill má lýsa fyrirtækinu sem stjórnsömu, þar sem megináhersla er lögð á óhlutdrægni og skynsamlegar hugsanir, valdapíramída  og samkeppni. Í ráðgjöf er áhersla hins vegar lögð á aðstoð, ólíka reynslu hvers og eins, tilfinningar og íhugun, sjálfsforræði, eflingu og tilfinningu fyrir því að heyra til. Ráðgjöfin gerir kröfu til þess að samtal fari fram um óskir fyrirtækisins um ráðgjöf og hvernig hægt sé að hefjast handa.

Hér eru sett fram nokkur þeirra sjónarmiða og áskorana sem snerta ráðgjöf í atvinnulífinu (heimildir: lesefni og rannsóknir á ráðgjöf í atvinnulífinu) og sem nota má í vinnustofum eða á fundum með vinnufélögum til þess að bera saman við eigið siðferði:

  1. Er hægt að nota ráðgjöf á siðlausan hátt til þess að hagnast fjárhagslega?

  2. Gæti fyrirtæki litið á ráðgjöf sem leið til þess að komst hjá því að axla ábyrgð? Til dæmis með því að vinnuveitandi slaki með tímanum á lögbundinni ábyrgð sinni og flytji hana á herðar ráðgjafa (jafningjar leiðbeinandans sjá um kynningu á starfinu og starfstengdum þáttum).

  3. Ef verkstjóri sinnir hlutverki ráðgjafa: hvernig er hægt að virða þarfir og óskir starfsmanna þegar ráðgjöfin er skipulögð og fjármögnuð af fyrirtækinu? Þarfir starfsmanns og þarfir fyrirtækisins stangast á. Samt verður að leggja á það áherslu að velferð og hagsmunir ráðþega eru ætíð grundvöllur ráðgjafar.

  4. Hvað er hægt að ræða um og við hvern?

  5. Er starfsfólk reiðubúið að takast á við – og að hvaða marki – persónulega drauma, óskir og skipulag á vinnustaðnum, ef til vill undir handleiðslu verkstjóra? Þegar ráðgjafinn kemur frá sömu stofnun gæti starfsfólk efast um aðstæðurnar. Hvernig tengist fyrirtækið málefnum einstaklinga? Hvar annars staðar og hverjir aðrir fjalla um málefnin?

  6. Ef ráðgjafinn er utanaðkomandi, hvaða spurningum er hann þá fær um að svara sem snúast um starfsferil/starfsþróun?

  7. Í mörgum fyrirtækjum þykja þróunarumræður vera mikilvægasta, ef ekki eina, aðferðin sem  beita megi við ráðgjöf í atvinnulífinu. Eru of miklar væntingar bundnar við umræður um þróun? Rannsóknir hafa sýnt að starfsfólki finnst það ekki fá nægar upplýsingar og ráðgjöf í þessu samtali við verkstjóra. Meira að segja stjórnendur og framkvæmdastjórar telja þróunarsamræður ekki vera tilvaldar til umræðna um starfsþróun.  

  8. Hver stýrir ráðgjöf á vinnustaðnum? Hvernig er hæfni ráðgjafans staðfest?

  9. Völd: Afar miðlægt atriði í ráðgjöf snýst um það hver fari með völdin. Þar fara saman ólíkir hagsmunir og markmið sem samræmast ekki. Í ráðgjöf í atvinnulífinu getur verið að þátttakendur hafi yfir að ráða mismiklum upplýsingum og völdum. Í ráðgjöf ætti að draga úr yfirráðum beggja aðila. Máttur ráðgjafans felst í því að vera trúnaðarvinur. Það er brýnt fyrir ráðgjafann að koma fram þannig að hann hvorki særi ráðþegann né misnoti upplýsingar.  

Dæmi um ítarleg siðviðmið fyrir ráðgjafa:

 

Lestu meira

Ethical principles of counselling (by BACP, British association for counselling and psychoterapy)

AIPC’s Counselling Dilemmas eBook (Australian Institute of Professional Counsellors)

bottom of page