top of page

HANDLEIÐSLA Á VINNUSTAÐ / LEIÐSÖGN (TYÖNOHJAUS IN FINLAND) 

Handleiðsla á vinnustað felst í reglulegri og ferlistengdri leiðsögn og stuðningi við starfsmat,  greiningu á vinnutengdum vandamálum og skipulagi og framkvæmd aðgerða til þess að leysa þess háttar vandamál. Handleiðsla á vinnustað er veitt af fagfólki sem hefur gengið í gegnum þjálfun til þess að sinna handleiðslu á vinnustað.

Handleiðsla er yfirleitt veitt til langs tíma (á bilinu eins til þriggja ára) af reyndu fagfólki á sama sviði sem hefur fengið þjálfun fyrir handleiðslu á vinnustað. Einstaklingar sem sinna viðskiptavinum eða sjúklingum sem krefjast meiri athygli en gerist og gengur eru meðal þeirra sem sérstaklega hafa þörf fyrir handleiðslu á vinnustað. Handleiðsla er forsenda náms og þróunar starfsferils hjá starfsfólki sem sinnir verkefnum sem krefjast færni og sjálfsskilnings. Handleiðsla styður og bætir upp aðra leiðsögn í fyrirtækinu sem miðar að markvissri starfsemi samfélags og skipulags og er þáttur í jákvæðri vinnustaðamenningu.

Á  heilbrigðis-, samfélags- og velferðarsviði er handleiðsla kölluð klínisk verkstjórn og í Finnlandi eiga starfsmenn sem sinna þjónustu við krefjandi sjúklinga, til dæmis á geðsviði, rétt á að vinnuveitandi greiði fyrir klíniska verkstjórn. Þrátt fyrir að upp komi málefni sem tengjast þróun starfsferils,  þá er handleiðari ekki náms- og starfsráðgjafi og handleiðsla á einkum að beinast að verkefnunum og líðan starfsmannsins.

Handleiðari getur unnið við sömu stofnun og ráðþegi en ekki á sama sviði eða í sama teymi. Handleiðari er oftar en ekki utan stofnunar. Í Finnlandi   starfa handleiðarar ýmist  í fullu starfi eða  sinna  í handleiðslustarfinu í hlutastarfi til viðbótar öðru starfi. Menntun handleiðara er afar margvísleg og hver sá sem hefur lokið starfsnámi getur sótt um nám í handleiðslu. Námið fer fram bæði í stofnunum á framhaldsskóla- og háskólastigi en lágmarks fjöldi eininga (ECTS) er  60.

bottom of page