top of page

Æfing: Kortlagning köllunar

NEXT TOOL

previous tool

back to the list of tools

Að sinna fullu starfi krefst helmings vökutíma okkar. Það skiptir máli hvað þú tekur þér fyrir hendur þann tíma. Vinnan getur verið ein stærsta ástarsaga lífs þíns. Þess vegna skiptir verulegu máli að finna „þá einu sönnu“

 

Þessi æfing

  • Hjálpar þér við að finna hver köllun þín er

  • Veitir þér innsýn í hver þú ert í raun og veru

  • Aðstoðar þig við að skipuleggja feril þinn.

 

Þú kemst að því hvað þig langar til þess að fást við. Ef til vill ættirðu að breyta núverandi starfi til þess að það henti þér betur? Eða kannski verður þetta til þess að þú íhugir hvaða valkosti þú hefur um menntun?

 

IN SWEDISH

Leiðbeiningar

1. Fáðu þér A4 örk og penna. Finndu hljóðlátan stað. Skrifaðu niður öll verk sem falla þér í geð. Þú getur til dæmis skrifað: lesa, skrifa, aka bíl, leika     tennis o.s.frv. Skrifaðu það sem þér finnst allra skemmtilegast – ekki það sem gefur hæst laun eða það sem mömmu þinni finnst skemmtilegast.

 

2. Farðu yfir listann og gaumgæfðu hann, ef þér dettur eitthvað fleira í hug: hvað hvetur, hvaða störf eru heillandi? Reyndu að fylla alla örkina og         allra best ef þú getur haldið áfram hinum megin á síðunni.

 

3. Leggðu mat og gefðu stig fyrir hvert starf sem þú hefur sett á listann, frá 1 – 3.

  • Gefðu 3 stig fyrir þau störf sem þú gætir heilshugar sinnt

  • Gefðu 2 stig fyrir þau störf sem þú getur sinnt og vildir sinna ef þú aðeins hefðir meiri tíma og peninga

  • Gefðu 1 stig fyrir þau störf sem þú hefur ekki tækifæri til að sinna núna eða alls ekki.

 

Kortið þitt er tilbúið. Á því kemur fram hver þú ert og hvað þú vildir gera ef það væru engar hömlur í lífi þínu.

Lauri Järvilehto, heimspekingur í Finnlandi samdi æfinguna. Hann hefur einnig skrifað bók sem heitir á móðurmálinu "Upeaa työtä - Näin teet itsellesi unelmien työpaikan" (Dásamleg vinna – svona skaparðu þinn draumavinnustað).  Hann heldur einnig úti bloggsíðu um sama málefni  köllun  á vefsíðu sinni á finnsku   www.upeaatyota.fi (in Finnish).

bottom of page