Frestunarárátta
Frestunarárátta er sú hegðunarvenja að setja verkefni á bið.
Frestun felst í því að komast hjá því að vinna verk sem þarf að ljúka. Í þessari æfingu kynnir leiðbeinandinn hugtakið frestun og hvetur til umræðna um ástæður frestunar og hvernig hægt er að forðast frestun.
Lærdómur / hæfniviðmið
At the end of the exercise participants will:
-
Hafa öðlast skilning á hugtakinu frestunarárátta/frestun.
-
Hafa lært að þeir geta haft stjórn á eigin lífi og hætt að fresta verkefnum.
-
Hafa lært að mistök eru „hluti af lífinu“ og geta leitt til óvæntra uppgötvana og árangurs.
Um æfinguna
Frestunarárátt getur leitt til samviskubits, vanmáttar, þunglyndis og efa um eigin getu. Frestun getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hún truflar árangur fólks í námi og starfi og þeir sem haldnir eru frestunaráráttu skortir oft jákvæða sjálfsmynd. Skortur á sjálfsaga er sterkasta vísbendingin um frestunaráráttu. Talsverður vandi felst í því að takast á við og yfirvinna frestun, til þess þarf hugrekki og seiglu. Ástæða þess að þörf er á seiglu til þess að yfirstíga frestun er sú að seigla felur í sér hæfni til að takast á við erfiðleika og ná sér á strik eftir áhyggjur og þjáningu.
Instructions
Skref 1
Leiðbeinandinn kynnir umfjöllunarefni dagsins: Frestunarárátta. Hann hefur umræðurnar með því að spyrja þátttakendur hvort þeir kannist við hugtakið. Síðan útskýrir hann frekar: Frestunarárátta felur í sér þá hegðun eða ávana að framkvæma ekki verk. Frestun er að koma sér hjá því að vinna verkefni sem þarf að ljúka. Frestun getur leitt til samviskubits, vanmáttar, þunglyndis og efa um eigin getu og frestunarárátta getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. Leiðbeinandinn ræðir um mun á frestun og of miklu vinnuálagi annars vegar og fullkomnunaráráttu og að gera mistök hins vegar. Frestunarárátta er flókið fyrirbæri sem hefur áhrif á fjölda fólks sem stríðir við fullkomnunaráráttu. Ótti við að vera ekki fullkominn getur orsakað yfirþyrmandi tilfinningar og afgerandi frestun. Það að slá öllu á frest þar til á síðustu sekúndu er sársaukafull aðferð fólks með fullkomnunaráráttu til þess að koma sér hjá því að vinna verk. Leiðbeinandinn minnir þátttakendur á að það að mistakast er hluti af lífinu. Mistök geta verið uppspretta mikils þroska.
Skref 2
Þátttakendur fá eftirfarandi dreifirit: Hvers vegna fresta nemendur? Hvernig er hægt að takast á við frestun? (hægt er að aðlaga efni dreifiritanna að aðstæðum á vinnustaðnum) og leiðbeinandinn fer yfir atriðin og hvetur til spurninga eins og Hafið þið upplifað slælega tímastjórnun? - Þekkirðu einhvern sem er áhyggjufullur? - Hefur þú stundum áhyggjur? Til eru aðferðir til þess að takast á við frestun og þær eru útskýrðar í síðara dreifiritinu, Hvernig vinna má bug á frestun. Leiðbeinandinn biður þátttakendur fyrst um að ræða eina þessara aðferða, útbúa síðan í paravinnu markmið og bera þau síðan undir allan hópinn. Brýnt er að ræða um markmiðin og biðja þátttakendur um að setja eitt markmið fyrir nánustu framtíð. Leiðbeinandi getur að því loknu beðið þátttakendur um að finna fleiri nytsamleg ráð.
Skref 3 Leiðbeinandi biður þátttakendur um að segja öðrum í hópnum frá markmiðinu sem þeir settu sér. Að því loknu tekur leiðbeinandi saman niðurstöður og lýkur vinnunni.
Kennsluaðferðir
Hópavinna: Kynning leiðbeinanda og hópumræður.
Undirbúningur
Leiðbeinandinn undirbýr sig með því að lesa yfir útdráttinn, niðurstöður lærdóms, skrefin og undirbýr efni til dreifingar.
Undirbúningur: 30 mín.
Sources / Contributors: Birgisdóttir, B., Jónsdóttir, S.H., &Sigurðardóttir, A. (2004). WATCH Handbook for Facilitators when Assisting Learners in Groups. Reykjavík: Svansprent Listahaskoli Islands.
Verkefnið er unnið eftir skilyrðum CC leyfis: Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License
http://creativecommons.org/licenses/by-nc-sa/4.0/
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins styrkti verkefnið. Í ritinu [communication] koma aðeins fram skoðanir höfunda og framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á þeim upplýsingum sem þar er að finna. www.resilience-project.eu