Tré faglegra framfara
Tré faglegra framfara er einfalt verkfæri fyrir náms- og starfsrágjafa, stjórnendur, mannauðssérfræðinga og annað lykilstarfsfólk sem kemur að ráðgjöf um náms- og starfsþróun starfsfólks. Tilgangurinn er að bera kennsl á gildi, færni og afrek á ferli, auk þess að auðvelda samræður um óskir og væntingar starfsmanns til starfsferilsins í framtíðinni.
Um æfinguna
Æfingin felst í að ráðþeginn dregur upp einfalda teikningu og skrifar stutta lýsingu. Æfingin hentar bæði vel fyrir þá sem eru í vinnu og þá sem eru að huga að breytingum á náms- og starfsferli. Verkfærið er einkum ætlað til notkunar í einstaklingsviðtölum. Verkfærið veitir stjórnendum og verkstjórum áræðni til þess að tala um feril við starfsfólk. Tréð getur markað upphaf ítarlegri umræðna um náms- og starfsferil.
Lærdómur / hæfniviðmið
Að lokinni æfingunni eru þátttakendur færir um að:
-
Greina eigin gildi, færni og afrek sem hafa haft áhrif á þeirra náms- og starfsferil
-
Koma orðum að eigin óskum og væntingum um framtíðina
-
Ræða um núverandi aðstæður og þróun í framtíðinni.
Leiðbeiningar
-
Farið yfir teikninguna af trénu og og útskýrið æfinguna (athugið PDF skjal til útdeilingar: http://www.tyoelamaohjaus.fi/wp-content/uploads/2015/07/THE-TREE-OF-PROFESSIONAL-GROWTH.pdf
-
Afhendið A3-örk og liti. Biðjið ráðþega um að teikna tré (hægt er að sýna dæmi um spurningar og hvernig verkefnið hefur verið leyst).
-
Biðjið ráðþegann að svara spurningunum í myndinni á verkefnablaðinu. Gefið nægan tíma og rými til hugleiðinga og ítarlegrar íhugunar.
-
Þegar einstaklingurinn er reiðubúinn þá er hægt að spyrja út í teikninguna.
-
Segðu mér frá 1) rótunum, 2) stofninum, 3) laufblöðunum á trénu, því sem þú hefur skrifað hér og þeim hugsunum sem tengdust því? (Ef þú þekkir ráðþegann mjög vel þá geturðu bent á atriði sem henni/honum hefur yfirsést, á þann hátt að henni/honum finnst hún/hann njóta stuðnings, vera metin/n að verðleikum og vera efld/ur.)
-
Segðu mér frá sólinni, hvað skrifaðirðu og hvaða hugsanir tengdirðu við hana?
-
Nú er komið að því að segja frá krónu trésins og greinum: Hvað skrifaðirðu, hvaða hugsanir tengdust þeim? Hvaða væntingar og óskir hefur þú um nánustu framtíð sem gætu eflt faglega færni þína og fært þig í átt að sólinni, draumum þínum?
Dæmi
Stjórnandi leikskóla notAÐi þetta verkfæri í viÐtölum um starfsmannaþróun Stjórnandinn lýsti því hvernig aÐ æfingin viÐ aÐ teikna og skrifa hefÐi veitt starfsmanninum nægan tíma til þess aÐ hugsa um þaÐ sem honum þótti mikilvægast á vinnustaÐnum og um þróun eigin náms- og starfsferils áÐur en kom að viÐtali viÐ stjórnandann.