top of page

HVAÐ ER CH-Q?

Áhrif

Þátttakendur:

  • Komast að því hvaða þekkingu og færni þeir búa yfir og hvert gildi þess getur verið í ólíku samhengi (vinnu, sjálfboðastarfi, áhugamálum).

  • Efla styrk sinn við eigin þróun og þroska.

  • Geta tengt færni sína við stöðluð viðmið eins og framtíðarsýn, markmið og skipulag fyrirtækis og/eða kerfi viðmiðaramma og viðurkenningar.

  • Leita inn á við og styrkja innsta kjarna sinn, öðlast meira úthald og aðferðin gerir þeim kleift að meðtaka kraftinn sem fylgir því að stýra eigin færniþróun.

  • Komast með þeim styrk nær markmiðum sínum og því að láta draumana rætast.

Um fræðsluna

Fræðsla eftir CH-Q aðferðinni mun aðstoða þátttakendur og veita hagnýt verkfæri til þess að taka næstu skref. Á meðan fræðslan fer fram munu þátttakendur skapa/fylla færnimöppu og aðgerðaáætlun. Þeir skapa færnimöppu sem hentar þeim best og sem endurspeglar þeirra eigin kosti þeirra með tilliti til þeirra kringumstæðna sem þeir starfa við.

Í aðgerðaáætluninni lýsa þátttakendur nákvæmum skrefum sem færa þá nær markmiðum sínum og gera þeim síðan kleift að stíga skrefin. Þeir hljóta þjálfun í fámennum hópum þar sem þeir eru samtímis í hlutverki þjálfara og að spegla hver annan. Vinna í hópum (8 - 12 manns) er frumskilyrði þess að læra að meta og veita endurgjöf til hvers annars. Starfið eflir jafnframt sjálfsspeglun og eflir þannig sjálfbærni ferlisins.

Hvernig virkar þetta?

Venjulega fer námið fram  í sex hálfs dags törnum, ásamt álíka mörgum tímum til heimavinnu. Óháður matsaðili fer yfir færnimöppuna og aðgerðaáætlunina sem leiðir til útgáfu viðurkenningar á að þátttakendur séu færir um að móta náms- og starfsferil sinn á sjálfbæran hátt og grípa til nauðsynlegra aðgerða.

Ferlið

Fræðslan hrindir af stað eigin ferli hvers þátttakanda, sem hefur langtíma áhrif á þá – einnig að henni lokinni. Hlutverk leiðbeinandans er að koma ferlinu af stað, vakta það og fylgjast með því.

Jákvæð nálgun

Allir búa yfir styrkleikum og færni og hafa jafnframt beitt þeim við störf sín hvort sem er í launuðu starfi eða sem sjálfboðaliði, í tómstundum, í einkalífi og námi. Styrkur CH-Q aðferðarinnar er að allir í hópnum fylgjast að mestu leyti að í sömu vegferð. Í náminu eru allir speglar og þjálfarar hver fyrir annan. Með því lærist hverjum þátttakenda  að þjálfa sjálfan sig. Með því að breyta fjölda í hópunum og skipta hópunum upp, skapast umhverfi margvíslegra sjónarmiða, markmiða og lausna og  bein og óbein þátttaka í tengslanetum.  

Færnimappan og aðgerðaáætlunin eru helstu lokaafurðir námsins. Þær eru metnar af óháðum matsaðila. Færnimappan er persónuleg færnimappa þátttakandans, sem hann hefur greinilegt eignarhald á. Tengsl eru sköpuð með kerfisbundnum hætti milli þekkingar og færni.  Með því að skapa og kynna hópnum aðgerðaáætlun verður hún smám saman raunhæfari og endurgjöf frá öðrum þátttakendum auðveldar einstaklingum í hópnum að taka þau skref sem lögð eru til í áætluninni.

CH-Q býr yfir alhliða gæðakerfi: Í því felast eftirfarandi þættir:   

  • Allir leiðbeinendur hjá CH-Q hafa lokið grunnnáminu;

  • CH-Q leiðbeinendur hljóta einstaklingsbundna vottun;

  • Vottun á öllum stigum er óháð/sjálfstæð;

  • Vottun fer alltaf fram í gegnum formlegt mat – sérsniðnu að hverju stigi og markhópi;

  • Hver fræðsluáætlun sem CH-Q hannar er metin af  CH-Q stofnuninni;

  • CH-Q stofnunin í Hollandi vaktar gæði þjálfunar, leiðbeinenda og mats.

 

Tilgangur CH-Q aðferðarinnar er að styrkja tenginguna á milli faglegs þroska og persónulegs þroska ungs fólks og fullorðinna og félagshagfræðilega aðlögun við (atvinnu)lífið. Meginmarkmiðið er að gera þeim kleift að afla sér þekkingar og færni til þess að skipuleggja líf sitt og stýra starfsferli sínum. Þetta krefst viðhlítandi fræðslu og ráðgjafar.

 

CH-Q aðferðin er heildræn, neðansækin nálgun (bottom-up) sem felst einnig í yfirveguðu jafnvægi á milli aðferða og verkfæra.

 

CH-Q inniheldur víðtæka hæfniáætlun á fjórum stigum: annars vegar fyrir notendur (fyrsta stig) og hins vegar fyrir sérfræðinga (stig tvö til fjögur). Hvað varðar þrepin 10 í hæfniáætluninni þá er sjöunda þrepið ekki meðtalið en það snýst um mat á raunfærni. Hin þrepin veita markvissan undirbúning undir það.

  

Hugmyndafræði námsins byggir á yfirgripsmiklu safni aðferða og verkfæra sem taka fyrir málefni sem varða mótun starfsferils og leiðir til að búa til færnimöppu, mat á vinnuumhverfi, áætlun um áframhaldandi þróun og skref á ferlinum. Lausnamiðað námsferli beinir sjónum að því að bera kennsl á, meta og viðurkenna þekkingu og færni. Þeim fylgja verkfæri fyrir ungt fólk og fullorðna sem styðja það. Meðal verkfæranna eru möppur fyrir færni (færnimappa), staðfesting á færni (formleg og óformleg skírteini) og hugbúnaður, ásamt sérstökum verkfærum til að undirbúa raunfærnimatsferli.

CH-Q er einstakt ferli sem ætlað er til þess að móta og þróa náms- og starfsferil fólks sem óskar eftir að (endur)skoða störf sín og lífsferil. Þjálfun í að móta starfsferil eftir aðferðum CH-Q hefst á heildrænni yfirsýn. Atvinna, fjölskylda, tómstundir, áhugamál, óformleg vinnureynsla og hvers konar umsýsla, allt telst með. Hvort heldur er í pörum eða í stærri hópum, sem iðulega er skipt upp, þá eru þátttakendur að fást við að uppgötva eigin kosti, getu og metnað varðandi starfsferil sinn. Þátttakendur öðlast dýrmæta innsýn í sjálfa sig og vinna að því að gera raunhæfa áætlun og færnimöppu til þess að ná metnaði sínum varðandi náms- og starfsferil. CH-Q býður upp á sérsniðna fræðslu um mótun starfsferils fyrir ólíka markhópa. Gæði fræðslunnar og leiðbeinandanna skipta höfuðmáli.

Almenn hönnun CH-Q náms

Almennt skiptist nám í CH-Q aðferðinni í sex daga, þrjá til fjóra tíma í senn. Námið fer fram í sex til tólf manna hópum. Heimavinna þátttakenda tekur um það bil eins langan tíma og hópavinnutímarnir, eða um það bil 20 stundir. Námið er alltaf aðlagað sérstaklega að þörfum hópsins og þeirra aðstæðum. Tímarnir með hópunum fylgja algengu mynstri:

Að verða sér meðvituð / 1. törn:

  • Kynning á raunfærnimati og gerð samnings (siðferðislegur, skipulagslegur)

  • Kynning á þátttakendum (verkefni í pörum og í hópi)

  • Mynd, verkefni

  • Að lýsa ákveðnum aðstæðum

  • Samantekt, íhugun og heimavinna

Að framkalla færni / 2. törn:

  • Líflína

  • Umbreyting / hefja vinnu við gerð færnimöppu

  • Mynd eftir annan  (90/180 endurgjöf)

  • Samantekt, íhugun og heimavinna

Færni ævisaga  / 3. törn:

  • Mynd eftir annan (360 endurgjöf)

  • Greiningarvinna / þjálfun / reynsla af tómstundum

  • Afrek / viðurkenning

  • Samantekt og heimavinna

Kerfisbundið sjálfsmat / 4. törn:

  • Útskýra færni

  • Söfnun færni

  • Skipting í fjórar tegundir færni

  • Samantekt og heimavinna

Að kynna færni / 5. törn:

  • Mat á eigin prófíl

  • Samanburður við hagnýta skissu / sjónrænt efni

  • Kynning / Kynntu þig

  • Veita endurgjöf (útskýra hvað felst í endurgjöf)

  • Samantekt og heimavinna

Framtíðaráætlanir: Aðgerðaáætlun / 6. törn:

  • Færniævisaga / færnimappa

  • Aðgerðaáætlun

  • Íhugun

  • Rammi

  • Matsyfirlit: hönnun áætlunar, árangur, áframhald í framtíðinni

bottom of page