top of page

Þjálfun fyrir Þá sem veita ráðgjöf

Hvernig nýta má verkfærakistuna


Lýsing

Námskeið þetta var þróað sem hluti verkefnisins Ráðgjöf í atvinnulífinu (Worklife Guidance) með styrk frá Evrópusambandinu. Samstarfsaðilarnir undirbjuggu fræðslu í heimalöndum sínum þar sem hugmyndafræði ráðgjafar í atvinnulífinu og verkfærakistan voru kynnt. Í þessu skjali er að finna yfirlit og dæmi um hvernig kynna má fyrir starfsfólki sem sinnir ráðgjöf, leiðir til að nota verkfærakistuna. Dæmi frá öðrum samstarfslöndum má finna á þeirra tungumálum á enska hluta Verkfærakistunnar.

Markhópur

Námskeiðið er ætlað náms- og starfsráðgjöfum sem starfa með fullorðnum. Einnig má nýta það sem grunn að fræðslu fyrir verkstjóra og stjórnendur fyrirtækja sem koma að færniþróun í fyrirtækinu.

 

Færni leiðbeinandans

Leiðbeinandinn ætti að hafa  reynslu af náms- og starfsráðgjöf og búa yfir þekkingu á sviði starfsþróunar og ráðgjöf fyrir fullorðna. 


Náms- og starfsráðgjöf snýst um að hjálpa einstaklingum að stýra þróun starfsferils síns og spannar bæði líf og starf.  Í verkefnakistunni eru kynntar aðferðir til þess að vinna með einstaklingum á heildstæðan hátt í tengslum  við atvinnu, eins og nafnið vísar til, „Ráðgjöf í atvinnulífinu“. Ráðgjöfin snýst um að aðstoða einstaklinga við að bera kennsl á styrkleika sína og að vinna að settum markmiðum og að veita hvatningu og stuðning á meðan þróunin á sér stað. Að veita fullorðnum einstaklingum ráðgjöf í atvinnulífinu krefst ákveðinnar færni, þar sem áhersla er lögð á:

• virka hlustun

• samkennd

• að finna og veita viðeigandi upplýsingar

• að aðstoða við að bera kennsl á áhugamál, færni, gildi og markmið

• að hvetja til sífelldra framfara

• að veita stuðning til þess að yfirstíga hindranir

• að gefa meðmæli eftir þörfum

Starfsferill okkar er persónulegur og ráðgjöfin beinist að persónulegum málefnum sem tengjast atvinnu og lífi einstaklinga. Traust, trúnaður og gott siðferði eru þess vegna undirstöðuatriði til þess að unnt sé að veita ráðgjöf.

Ráðgjöf í atvinnulífinu krefst jafnframt þekkingar á atvinnulífinu og færni til þess að taka upp samband og samstarf við stjórnendur og verkstjóra á vinnustöðum í samræmi við stefnu þeirra.

Markmið námskeiðsins

Markmiðið er að miðla þekkingu og þróa færni náms- og starfsráðgjafa við að byggja upp samstarf við fyrirtæki og sinna ráðgjöf í atvinnulífinu inni á vinnustöðum til þess að:

  • Efla tækifæri starfsfólks til þess að þróa færni sína og finna lausnir sem henta núverandi stöðu þeirra.

  • Koma auga á tækifæri til þess að þróa færni starfsfólks í samræmi við þarfir fyrirtækisins

 

Á námskeiðinu er ráðgjöfum sem tengjast námi fullorðinna veitt grundvallarþekking og færni þeirra efld:

  • Í hlutverki náms- og starfsráðgjafa við að veita ráðgjöf í atvinnulífinu á vinnustöðum.

  • Um leiðir til að ná sambandi við fyrirtæki og byggja upp samstarf um ráðgjöf í atvinnulífinu.

  • Um ferla og aðferðir sem tengjast ráðgjöf í atvinnulífinu.

Hæfniviðmið til umfjöllunar

  • Þekking á hlutverki, tækifærum, kostnaði og ávinningi Ráðgjafar í atvinnulífinu í fyrirtækjum.

  • Þekking á leiðum til þess að koma á sambandi við vinnustaði og kynna kostnað og ávinning ráðgjafar.

  • Þekking á aðferðum ráðgjafar sem henta vinnustöðum.

  • Þekking á ólíkum aðferðum og verkfærum og geta til þess að velja ráðgjöf sem hæfir á vinnustað.

  • Færni, sjónarmið og áhætta við að velja verkfæri í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki, svo og við náms- og starfsráðgjöf fyrir starfsfólk.  

  • Færni til þess að vinna með hæfniviðmið sem byggja á fyrra námi og núverandi aðstæðum.

  • Geta til þess að nýta evrópskrar aðferðir við ráðgjöf í atvinnulífinu og beita þeim í faglegu samhengi. 

 

Virkni

  • Kynning og umræður um hugmyndafræði ráðgjafar í atvinnulífinu, staðfesta ferla, aðferðir og verkfæri.

  • Kynning og umræður um hvernig hægt er að koma á samstarfi við vinnustaði.

  • Æfingar, hópavinna og umræður sem byggja á innihaldi verkfærakistunnar.

  • Þróun aðgerðaáætlunar um hvernig koma má á samstarfi um ráðgjöf í atvinnulífinu.

 

Dæmi um efni og aðferðir sem henta til fræðslu

  • Tengt efni frá evrópskum stofnunum (ELGPN, CEDEFOP samantektum, tengdum verkefnum)

  • Heimasíða verkefnisins

  • Kenningar sem tengjast ráðgjöf í atvinnulífinu

  • Verkfærakistan

  • Dæmi

  • Æfingar (í að nota verkfærin)

  • Hópvinna

  • Hópumræður

  • Vefstofur

  • Málstofur

 

Árangur

Þátttakendur skilja hlutverk Ráðgjafar í atvinnulífinu fyrir atvinnurekendur og starfsfólk. Þeir hafa fengið kynningu á hugmyndafræðinni að baki ráðgjöf í atvinnulífinu og æft sig í að nota Verkfærakistuna. Þátttakendur hafa lagt fram aðgerðaáætlun um hvernig hægt er að koma á samstarfi um ráðgjöf í atvinnulífinu.

Dæmi um skipulag fræðslu

Í töflunni hér fyrir neðan eru sýnd dæmi  um hvernig hægt er að skipuleggja fræðslu.  Lagt er upp með sex og hálfrar stundar námskeið (einn dag), en hægt er að brjóta fræðsluna niður í styttri tarnir og aðlaga þær eftir þörfum.

Í upphafi er mikilvægt að beina sjónum að hugmyndafræði Ráðgjafar í atvinnulífinu með því að kynna grunninn fyrir ráðgjöf innan fyrirtækisins. Síðan er hægt að fylgja hverjum kafla eftir öðrum í verkfærakistunni með innlögn og æfingum. Æfingarnar miða að því að þjálfa þátttakendur í að nota Verkfærakistuna í samstarfi við atvinnurekandann byggt á þörfum starfsfólksins og í samræmi við aðstæður í fyrirtækinu.

 

Í töflunni hér að neðan eru dæmi um hvernig haga má fræðslu. Hægt er að aðlaga fræðsluna eftir þörfum og í samræmi við aðstæður. Neðst á síðunni er að finna formið "Action plan" sem nýta má síðan við skipulagningu ráðgjafarinnar.

bottom of page