Dæmi: Mat á almennri starfshæfni og grunnleikni
Með þessu verkfæri gefst aðferð til þess að meta almenna starfshæfni og grunnleikni sem krafist er í atvinnu / öllum störfum. Skilgreining á almennri starfshæfni er: „Færni (leikni, viðhorf og breytni) sem þarf til þess að komast inn á, vera á vinnumarkaði, þróast í starfi og geta tekið að sér meira krefjandi störf jafnt og framgang í daglegu lífi“.
Heimild: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, FA.
Lærdómur hæfniviðmið
Að lokinni æfingunni verða þátttakendur færir um að:
-
Bera kennsl á færni sem tengist almennri starfshæfni og grunnleikni sem flest störf krefjast.
-
Bera almenna starfshæfni sína saman við kröfur sem gerðar eru fyrir ákveðið starf.
-
Greina tækifæri/leiðir til þess að efla þætti/eiginleika sem eru mikilvægir til þess að mæta
kröfum starfa.
-
Undirbúa þróun til þátttöku á vinnumarkaði.
Um dæmið
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins kom á laggirnar hópi hagsmunaaðila úr atvinnulífinu sem tóku að sér að greina mikilvæga þætti almennrar starfshæfni. Árangurinn var 11 almennir þættir / færni og 4 þættir grunnleikni sem tengjast viðmiðaramma um menntun, (sbr. Evrópska viðmiðaramma um menntun, European Qualification Framework, EQF). Þættirnir (og undirþættir) fyrir alla færni er lýst á fjórum þrepum, 1a, 1b, 2 og 3, í samræmi við íslenska viðmiðarammann um menntun, sem er sambærileg við þrep 1 til 4 í EQF..
Tilgangur þess að meta almenna starfshæfni
Greining og mat á starfshæfni er árangursrík leið til þess að bera kennsl á styrkleika einstaklingsins og til þess að vinna nánar með þróun færni sem þörf er á að efla. Einstaklingurinn ákveður hvaða hæfni hann vill leggja áherslu á að fenginni niðurstöðu. Á þann hátt verður hann/hún betur undirbúin/n undir þátttöku á vinnumarkaði.
Ferlið byggir á víðtækri færnimöppugerð undir leiðsögn náms- og starfsráðgjafa þar sem sjónum er beint að almennri starfshæfni og grunnleikni. Verkefnið má gera í hópum þar sem hópaumræðu og æfingum er beitt til þess að kynna hugmyndafræði almennrar starfsfærni.
Greining færni og umræður um þættina geta aðstoðað einstaklinginn við að komast að því hvaða færni þarf að þróa frekar. Niðurstöðurnar geta eflt hann/hana til þess að standa sig betur í núverandi starfi, öðlast nýja stöðu á vinnustaðnum, flytjast í nýtt starf eða taka þátt í að afla sér frekari fræðslu/menntunar.
Að kunna skil á eigin færni getur hjálpað einstaklingnum við að taka ákvarðanir um næstu skref á ferli sínum til dæmis við að:
-
Ákveða við hvað hann/hún vill starfa.
-
Ákveða á hvaða sviði þörf er fyrir fræðslu eða nám.
-
Skrifa ferilskrá (t.d. þegar sótt er um starf).
Niðurstöður matsins/staðfestingarinnar er ætíð eign viðkomandi einstaklings og hann ákveður hvort og hvernig hann nýtir þær (Afar brýnt er að gæta þess að niðurstöðurnar og hvernig þær eru nýttar sé alltaf samkvæmt ákvörðun einstaklingsins).