top of page

Skipulag fræÐslu og Þemafunda 

fyrir lykilstarfsfólk fyrirtækja

Hægt er að skipuleggja ýmiss konar viðburði, þemafundi eða þjálfun með lykilstjórnendum mannauðs- og þróunarsviðs fyrirtækja, stjórnendum, verkstjórum, mannauðsstjórum og svo framvegis. 

Með stuttum fræðslufundum er hægt að kynna ráðgjöf í atvinnulífinu fyrir starfsfólkinu: hvernig hún getur gagnast bæði fyrirtækinu og starfsmanninum. Fyrir þig sem veitir ráðgjöfina er hún kjörið tækifæri til þess að tengjast mannauðsstjórum í fyrirtækjunum og markaðssetja þjónustu þína. 
 

Hér geturðu kynnt þér slíka viðburði sem haldnir hafa verið við Oulu símenntunarmiðstöðina í Qulu í Finnlandi.

Fimm dæmi frá Finnlandi: Árangursríkar aðferðir til þess að vinna með lykilstarfsfólki fyrirtækja!

Fræðslufundur: Umræður um starfsþróun (lengd 2 - 7 tímar) 

Helmingur fyrirtækja í Finnlandi notar starfsmannaviðtöl í þróunarskyni. Þess vegna er algengt að þeir sem leiða umræðurnar fái til þess þjálfun og fræðslu um ólíkar aðferðir. Þjálfunin hjálpar þeim við að öðlast skilning á leiðsögn og ráðgjöf í atvinnulífinu og á mikilvægi starfsmannaviðtala og því hlutverki sem þau gegna í fyrirtækinu. Þátttakendur fá þjálfun í samskiptum og færni í ráðgjöf og beitingu viðeigandi verkefna. Starfsmenn fá meira út úr samræðunum ef stjórnandinn veit hvað hann/hún er að gera. Starfsmannaviðtölum er beint í átt að leiðsögn í stað viðtals um stuðning við starfsmenn við þróun starfsferils.

Fyrir þig sem veitir ráðgjafaþjónustu, þá getur svona þjálfun veitt þér tækifæri til þess að komast í samband við lykilstarfsfólk fyrirtækja, sýna fram á þekkingu þína á sviðinu og markaðssetja þjónustuna. Þú getur valið það efni um mannauðsstjórnun sem hentar þér, svo lengi sem það vekur áhuga markhópsins.

Morgunverðarfundur með þema (tími 45 - 120 mín.) 

Skipuleggðu stuttan fund árla morguns. Hringdu í fólk eða sendu persónulegt boð með tölvupósti. Bjóddu upp á heitan morgunverð og útbúðu dagskrá, til dæmis með áhugaverðum fyrirlestri um mannauðsstjórnun, efni sem er ofarlega á baugi og freistar lykilstarfsfólks fyrirtækja. Kynntu fólkinu þig og þjónustu þína sem tengist efninu.  Taktu þátt, blandaðu þér í hópinn og stofnaðu til kynna. 

 

Námskeið um áhugavert efni er varðar mannauðsstjórnun (4 - 8 tímar) 

Ef þú hefur efni og aðstæður til að standa fyrir stærri viðburði, er auðvitað hægt að skipuleggja hann. Til dæmis námskeið um áhugavert efni á sviði mannauðsstjórnunar sem gagnast tilgangi þínum og kemur á sambandi við lykilstarfsmenn. Þess háttar viðburðir krefjast mikillar skipulagningar og markaðssetningar en ef það tekst sem skyldi, þá geturðu sýnt fram á þekkingu þína og færni á afar árangursríkan hátt.

Stefnumót um fræðslu og menntun (1 - 3 tímar) 

Stefnumót um fræðslu og menntun er óformlegur fundur lykilstarfsfólks í fyrirtækjum,  aðila í fullorðinsfræðslu og náms- og starfsráðgjafa. Til þess að stefnumótið verði áhugavert þurfa allir helstu sérfræðingar á sviði fullorðinsfræðslu, náms- og starfsráðgjafar og fulltrúar atvinnulífsins á svæðinu, að taka þátt.  Á stefnumótinu hlusta fulltrúar atvinnulífsins á stuttar kynningar sérfræðinganna og ráðgjafanna auk þess að fá tækifæri til þess að skoða bása þeirra og koma á tengslum við veitendur þjónustunnar. Þeir munu hafa áhuga á að taka þátt vegna þess að þeim gefst tækifæri til þess að hitta alla aðila í einu.

 

Gufubað (2 - 4 tímar) 

Í Finnlandi er gufubaðið tilvalinn staður til samstarfs. Við skipulögðum kvöld á „Saunalautta“ (Gufubaðspramminn) fyrir 12 þátttakendur frá hreingerningarþjónustu. Um kvöldið var boðið upp á góðan mat og stutta kynningu á þjónustu okkar. Sumir þátttakendur fóru í gufu á meðan aðrir fóru í sund. Allir þátttakendur tóku virkan þátt í samskiptum á meðan pramminn sigldi upp og niður ána.

 

 

"Saunalautta", sauna raft, in Oulu Finland. Photo by Sampo Anttila / www.junnut.com

bottom of page