top of page

Kynning á ráðgjöf í atvinnulífinu

Þegar fjallað er um ráðgjöf sem starfsfólki á vinnustað stendur til boða, er oftast átt við ráðgjöf í atvinnulífinu, vinnustaðaleiðsögn eða vinnustaðaráðgjöf.

 

Ráðgjöf í atvinnulífinu vísar til þess að líf fólks skiptist ekki í ólíka hluta vinnu og einkalífs, heldur myndi hlutarnir eina heild, lífið. Hlutarnir hafa áhrif hvor á annan og endurspegla bæði hið jákvæða í lífi okkar en jafnframt áskoranir sem við stöndum frammi fyrir.

Í verkefninu Ráðgjöf í atvinnulífinu (Worklife Guidance) var ákveðið að nota hugtakið ráðgjöf í stað leiðsagnar þrátt fyrir að við notum leiðsögn í undirtitlinum (Þróun ráðgjafar og leiðsagnar í atvinnulífinu / Development of guidance and counselling in the workplace).

 

Nánar um hugtökin hér!

Ráðgjöf í atvinnulífinu er svar við eftirspurn og þörfum fyrir leiðsögn og ráðgjöf sem komið hefur fram á vinnustöðum, meðal starfsfólksins. Um er að ræða tegund ráðgjafar þar sem sameinaðar eru  ólíkar aðferðir ráðgjafar miðaðar að þörfum einstaklingsins. Ráðgjöf í atvinnulífinu horfir heilrænt á manneskjuna. Ráðgjöf getur verið í formi stuðnings og aðstoðar og getur hjálpað til við faglega þróun sem skapast af breytingum, áskorunum í vinnunni og þróun starfsferils. Ráðgjöf er í vissum skilningi rými þar sem starfsfólki gefst ráðrúm til þess að staldra við, anda, velta fyrir sér, nema, skýra og fá nýjar hugmyndir. Með ráðgjöf býðst starfsfólki tækifæri til þess að átta sig betur og tileinka sér þekkingu í starfi og um starfið.   

 

Þegar ráðgjöf í atvinnulífinu er í sínu besta formi gagnast hún fyrirtækinu,bæði vinnuveitandanum og starfsmanninum. Hvort  tveggja, ráðgjöf og leiðsögn, stuðla að auknum hagnaði og framleiðni innan fyrirtækisins. Hvað varðar einstaklinginn þá er með ráðgjöfinni miðað að því að öðlast skilning á lífi starfsmannsins. Ráðgjöf þjónar jafnt sem tengill á milli annars vegar eftirspurnar og mikilvægra markmiða stofnunarinnar og hins vegar á milli persónulegra óska starfsmannsins og þeirra markmiða sem hann setur sér.

Myndin hér fyrir ofan sýnir yfirlit yfir Ráðgjöf í atvinnulífinu í Finnlandi.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um ráðgjöf í atvinnulífinu í ólíkum löndum Evrópu. Í verkefninu lýstu samstarfsaðilar frá Íslandi, Finnlandi, Hollandi og Svíþjóð framkvæmd æviráðgjafar í löndunum.

Hér er skýrslan: http://media.wix.com/ugd/667e11_18f4c34148924d25a73c98ddb7134d15.pdf

bottom of page