top of page

HORN FYRIR RÁÐGJÖF INNAN FYRIRTÆKISINS

Koma má fyrir sérstöku ráðgjafarhorni innan fyrirtækisins í samsstarfi við stjórnendur þess. Starfsmenn sem þarfnast náms- og starfsráðgjafar geta leitað til ráðgjafans með þau málefndi sem þeim þóknast í vinnutímanum.

 

DÆMI OULU

Í Oulu  hafa náms- og starfsráðgjafar við símenntunarmiðstöðvar og vinnumálastofnanir sameinast um að skipuleggja ráðgjafarhorn í fyrirtækjum. Meðal dæma um þá þjónustu sem ráðgjafarnir veita eru:

1)  að ræða um tækifæri til náms á upplýsingafundum í                fyrirtækjum þar sem hópuppsaganir hafa átt sér stað og

2) að veita einstaklingsbundna náms- og starfsráðgjöf í               ráðgjafarhornum fyrirtækja í kjölfar funda í fyrirtækinu fyrir       starfsmenn sem þegar hefur verið sagt upp eða mun verða     sagt upp.

Frumkvæðið kom frá fyrirtækjunum. Net menntastofnana og annarra stofnana sem veita náms- og starfsráðgjöf bjóða þjónustu sína fyrir starfsfólk innan fyrirtækjanna í ráðgjafarhorninu eða við þjónustuborðið. Ráðgjafar og sérhæfing þeirra er valin til þess að mæta þörfum fyrirtækisins og starfsfólksins.

 

Dæmi frá Finnlandi

 

DÆMI TAMPERE

Í Tampere hafa símenntunarmiðstöðvar einnig skipulagt ráðgjafarhorn á vinnustöðum. Til þess að auðvelda  náms- og starfsráðgjöfunum starfið var keyptur húsbíll. Í bílnum er veitt náms- og starfsráðgjöf og þar er aðgengi að tölvu, bæklingum og öðru ítarefni.  Bílnum er lagt á bílastæði fyrirtækisins nálægt aðalinngangi fyrirtækisins.  

  • Grey Facebook Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey Google+ Icon
  • Grey YouTube Icon
  • Grey Pinterest Icon
  • Grey Instagram Icon
bottom of page