KÖNNUN Á GILDI STARFA
Inngangur
Gildi er meginregla eða viðmið sem einstaklingur metur mikils og tengist öllu sem lýtur að einkalífi hans og atvinnu. Gildi geta varðað fjölskyldu, atvinnu, andlegt líf, einkalíf og fleira. Í þessari æfingu er sjónum beint að gildi vinnunnar. Þegar þú forgangsraðar eigin gildum hugsaðu um hve mikilvægt það er á vettvangi vinnunnar.
Á meðan þú íhugar gildi sem tengjast starfi þínu skaltu hafa hugfast að ekki eru til nein rétt eða röng gildi, heldur ber að líta á æfinguna sem ferli til þess að greina hvað skiptir þig meginmáli en ekki einhvern annan einstakling.
Heimild: Margskonar skrár af þessu tagi. Margar byggja á kenningum Donalds E. Super.
Lærdómur / hæfniviðmið
Að lokinni þessari æfingu eiga þátttakendur að vera færir um að:
-
Skilja ólíkar víddir gilda.
-
Greina eigin gildi í tengslum við vinnuumhverfi.
-
Skilja mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin gildi í lífi og starfi.
Um æfinguna
Markmið þessarar æfingar er að aðstoða einstaklinginn við að verða meðvitaður um eigin kjarnagildi og gildi sem tengjast atvinnuumhverfi. Þetta er gert með því að fara í gegnum könnun/æfingu sem leiðir einstaklinginn við að flokka eigin gildi eftir mikilvægi og aðstæðum. Niðurstöðurnar veita yfirlit yfir 5 efstu gildi sem eru einstaklingnum mikilvæg að hafa til hliðsjónar í lífi og starfi.
Leiðbeinandinn sem leiðir ferlið þarf að kynna æfinguna (hugtökin og hugmyndafræði gilda kynnt) fyrir einstaklingum/hópum og sjá til þess að andrúmsloftið sé afslappað á meðan æfingin fer fram. Leiðbeinandinn verður að vera viðstaddur til þess að svara spurningum sem fram koma á meðan á æfingunni stendur og aðstoða fólk í lokin til þess að tengja niðurstöðurnar við daglegt líf og störf með einstaklingsviðtölum eða hópleiðsögn.
Æfingin tekur um það bil 40 - 60 mínútur.
Leiðbeiningar
Undirbúið efnið og kynnið hugtakið. Æfinguna er hægt að gera með einstaklingum, í pörum eða í hópum. Hópar veita tækifæri til samtals og viðbótar náms í gegnum hópavinnuna, en það hentar ekki öllum einstaklingum. Það sem til þarf er afrit af æfingarskjalinu: Skrá yfir gildi starfa, nægan tíma og vel undirbúinn og hæfan leiðbeinanda.
Hand-out: Work values inventory (PDF)