top of page

NEXT TOOL

previous tool

back to the list of tools

Æfing: Endurheimting framtíÐar

Að beina athyglinni að framtíðinni, voninni og bjartsýninni er uppspretta  líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar vellíðan. Þetta eru lífsnærandi uppsprettur.

Þessi æfing setur stefnuna á framtíðina og er þess vegna frábær upphafspunktur fyrir samræður um þróun náms- og starfsferils. Nota má þessa æfingu bæði fyrir einstaklinga og hópa.

Endurheimt framtíðar er aðferð sem fellur undir svo kallaða „fyrirhyggju samtals aðferð“. Í Finnlandi er þessari aðferð beitt í margskonar samhengi, einnig þar sem aðstæður eru flóknar og leita þarf samstarfs sérfræðinga á ólíkum sviðum.

 

Lærdómur / hæfniviðmið:

Að lokinni þessari æfingu eiga þátttakendur að:

  • Vera færir um að líta með jákvæðum hætti á framtíðar náms- og starfsferil og starfsferilsþróun.

  • Hafa lært hvernig hann / hún getur komið hugmyndum í framkvæmd.

  • Skilja í hvað felst í starfsferilsmarkmiðum hans / hennar.

Um æfinguna

Þessi æfing hjálpar ráðþega að hugsa á jákvæðum nótum um framtíð, hans / hennar framtíðar náms- og starfsferil og starfsferilsþróun. Ráðþegi einbeitir sér að því að líta með bjartsýni til framtíðar og sjá fyrir sér leiðina að þeirri framtíð sem hann sækist eftir: hvað hann / hún þarf að gera til að framtíðarsýnin verði að veruleika.

Leiðbeiningar

Annaðhvort má framkvæma æfinguna skriflega eða munnlega. Ef um er að ræða hóp er gott að gera æfinguna munnlega.

 

Spurning sem svara má skriflega/ spurning fyrir þáttakendur í hópi:

Líttu fram á veginn og sjáðu fyrir þér notalega stund. Eitt ár, tvö, eða þrjú ár fram í tímann. Ímyndaðu þér að allt sé eins og best getur verið.

  1. Hvernig er er staða þín þegar allt er eins og á kosið verður?

  2. Hvaðan barst þér stuðningur og styrkur? Hverskonar stuðning og styrk fékkstu?

  3. Þú hefur upplifað aðstæður þar sem (náms- og starfsráðgjafinn ákveður hvað séu heppilegar aðstæður) þér fannst erfitt að taka ákvörðun um starfsferil/ starfið var stressandi/ o.s.frv. Hvernig komstu gegnum þessar aðstæður?

Ef um einstakling er að ræða skrifar viðkomandi niður hvernig hans/hennar aðstæður á þessu tilgreinda tímapunkti verða í framtíðinni. Ef um er að ræða hóp þá á hver þátttakandi að svara spurningunum þremur (a til c) samtímis.

 

 

 

Önnur möguleg æfing: póstkort til ömmu 

Skrifaður bréf / póstkort til ömmu þinnar þar sem þú segir henni hvar þú ert að vinna í augnablikinu, hvað þú kannt og getur og hvað þú hefur hugsað þér að gera eftir 3 til 5 ár. Hver þátttakendi les svo kortið upphátt fyrir hópinn. Hópurinn ræðir málið.

Önnur möguleg æfing: afmæliskveðja

Afmæliskveðju má nota til að öðlast skilning á starfsferilsmarkmiðum. Í þessari æfingu skrifar ráðþeginn afmæliskveðju til sjálf síns sem hann / hún vonar að verði skrifuð við 50 eða 60 ára afmæli sitt (aldurinn er valinn af náms- og starfsráðgjafanum sem  er kunnugt um aldur þátttakenda). Venjulega er kveðjuskrif lýsing á starfsferli viðkomandi og stutt lýsing á þeirri ábyrgðastöðu sem hann / hún gegnir, frístundaiðkun, áhugamálum og fjölskyldu. Hvernig ímyndar þú þér líf þitt við 50 eða 60 ára aldur? Hvernig hefur líf þitt verið fram að þessum aldri?

Í Finnlandi er þessari aðferð oft beitt við mismunandi aðstæður þegar unnið er með ráðþegum sem vinna með ungmennum, við félagsþjónustu, við heilbrigðisþjónustu, við menntun, ráðgjöf o.s.frv. Þessari aðferð er oft beitt við flóknar aðstæður þar sem aðstoð sérfræðinga á ýmsum sviðum er nauðsynleg. Markmiðið með þessari æfingu er að varpa ljósi á aðstæður þeirra sem í hlut eiga og samþætta aðstoð fleiri sérfræðinga en einnig að styrkja viðkomandi ráðþega og efla bjartsýni þeirra. Það hafa verið gerðar rannsóknir á þessari aðferð, einkum í Finnlandi, til að auka þekkingu á æfingum við að „endurheimta framtíðina“ eða „muna framtíðina“.

Ransóknir, markmið og áhrif af aðferðinni: 

Kokko, Riitta-Liisa: Tulevaisuuden muistelu -palaveri –toiveikkuutta tuottava yhteistyömenetelmä. https://www.julkari.fi/bitstream/handle/10024/100706/072kokko.pdf?sequence=1 (FIN)

Leiðbeiningar, hvernig beita má aðferðinni:

bottom of page