Æfing: AÐ búa til kort um lífsferil
Að gera sér eitthvað í hugarlund, að sjá eitthvað fyrir sér, er það sama og að ímynda sér eitthvað. Ímynd má byggja á minningum, einhverju sem maður hefur séð eða skyndilegri hugsun eða tilfinningu. Að kortleggja er það sama og að breyta ímynd í eitthvað raunverulegt – það er að umbreyta einhverju sem býr í hugskoti yfir í teikningu, kort, grafík, uppdrátt, tákn og svo framvegis. Kort eru ekki bara eftirmynd af einhverju raunverulegu; þau eru einnig endursköpun á raunveruleikanum.
Lærdómur/hæfniviðmið
Að lokinni þessari æfingu á námsmaðurinn að:
-
Skilja hvað felst í því að sjá eitthvað fyrir sér.
-
Hafa lært að sjá fyrir sér og kortleggja framtíð sína.
-
Geta þróað kort yfir það sem honum finnst vera mikilvægt og þýðingarmikið fyrir hann sjálfan og geta tengt ólíka þætti hvern við annan.
Um æfinguna
Í félagslega virkri ráðgjöf (e. socio-dynamic counselling) þykir kortlagning á því sem viðkomandi sér fyrir sér, vera grundvallaratriði í tjáskiptum. Kortlagning er svo mikilvæg athöfn að við gætum fjallað um mannveruna (e. human being) sem „kortagerðarmanninn“ (lat. homo cartographicus). Í félagslega virkri ráðgjöf er kortlagning notuð til að efla nám og tjáskipti fyrir bæði náms- og starfsráðgjafa (sem eru í þjálfun) og hjá skjólstæðingum (þeim sem eru að reyna að fara betri leiðir í lífi sínu).
Tala-hlusta, skrifa-lesa og að gera sér eitthvað í hugarlund eru þrjár grundvallarleiðir til að gefa lífinu inntak, til tjáskipta og til skynjunar á menningu. Að virða fyrir sér aðstæður þar sem kortlagning fer fram, er það sama og að virða fyrir sér getu mannlegs huga til að skapa sjálfsvitund um tiltekin viðföng.
Kort eru ekki bara afrit af raunveruleikanum; þau eru verkfæri til að skapa raunveruleika.
Leiðbeiningar: Að kortleggja líf þitt
Það má kortleggja næstum allt en hér höfum við valið viðfangsefnið „að kortleggja framtíð þína“.
Kortlagninguna á að nálgast sem samstarfsverkefni. Ráðgjafinn stuðlar að byggingu kortsins með því að spyrja skjólstæðinginn þýðingarmyndandi spurninga. Þýðingarmyndandi spurning gefur skjólstæðingnum færi á að veita upplýsingar um það sem að hans mati er innihaldsríkt lífsferli. Einstaklingurinn fær spurningar sem leiða til þess að hann með svörum sínum mótar lífsferli sem er honum/henni þýðingarmikið. Ferlið á að vera sveigjanlegt og hvetja ber viðkomandi til að teikna og nota tákn, myndir og helgimyndir eða til að skrifa orð og stuttar setningar.
Notkun lita gefur viðkomandi enn fleiri möguleika til tjáningar.
Grundvallaraðferðin er að fá skjólstæðinginn til að gera sér í hugarlund hvað honum/henni finnst gefa lífinu tilgang og að sjá hvernig ólíkir þættir tengjast hver öðrum.
Leiðbeinandinn getur stutt skjólstæðinginn með því að koma með góðar spurningar, með því að beita kímni, með skapandi og opnu viðmóti og með því að aðstoða þegar skjólstæðingurinn óskar eftir. Leiðbeinandinn eða kennarinn leiðbeinir einstaklingi eða hóp með eftirfarandi leiðbeiningum: „Teiknið stóran hring og settu sjálfan þig á einhvern stað innan hringsins. Þetta er heimurinn þinn/ykkar.“
Síðan spyr leiðbeinandinn spurninga, til dæmis eftirfarandi:
-
Sumir ímynda sér að þeir eigi marga framtíðarmöguleika, aðrir að þeir eigi aðeins einn. Hvaða ímynd (eða draumur) er í huga þínum/ykkar hvað framtíðina varðar?
-
Teiknaðu eða skrifaðu stuttlega um þína framtíð, eða framtíðir, einhvers staðar inn í lífsferilinn þinn (inn í hringinn).
Ef þú hefur meira en eina framtíð í huga, hvaða framtíð hugnast þér best?
-
Hvaða mikilvægir einstaklingar í lífi þínu/ykkar gætu aðstoðað þig/ykkur til að koma til móts við þá framtíð sem þér hugnast? Finndu þeim pláss innan hringsins.
-
Hvaða áfangar eru forsenda þess að þú/þið komist til þeirrar framtíðar sem þú/þið sækist eftir? Settu upplýsingar um áfangana inn í hringinn.
-
Hvað gæti komið í veg fyrir að þú/þið komist áleiðis að þeirri framtíð sem þú/þið óskið? Gefðu vísbendingu um þetta í lífsferlinum þínum.
-
Hvernig verður líf þitt ef þú nærð að komast til þeirrar framtíðar sem þú sækist eftir? Getur þú sýnt það innan hringsins?
-
Eru einhverjir áfangar sem þú verður að ljúka eða læra til að komast á rétta stefnu til þeirrar framtíðar sem þú sækist eftir? Gefðu vísbendingu um þetta innan lífsferilsins þíns.
Loks er vert að leggja á það áherslu að kortlagningaræfingin fer fram með samræðum þar sem þátttakendur veita hver öðrum stuðning.
Kortlagning felur í sér þrjár ólíkar leiðir til tjáskipta, þ.e. að tala, að skrifa og að ímynda sér, sem leiða til innhaldsríkrar túlkunar fyrir bæði ráðþega og leiðbeinanda.
Með kortlagningu lífsferils getur leiðbeinandinn betur sett sig inn í lífsferil skjólstæðingsins og þá þætti sem hann telur að muni veita honum innihaldsríkt líf.
Kortlagningin gerir bæði leiðbeinandanum og ráðþeganum mögulegt að sjá fyrir sér flóknar aðstæður og hvernig ólíkir þættir í lífsferlinu liggja. Aðferðin skýrir og formgerir tímabundið vandamálin eða þau atriði sem þarf að taka afstöðu til.
Loks er kortlagningin ágætt dæmi um nám og lausn vandamála þar sem þátttakandi er virkjaður með leiðbeiningum.
SKOÐAÐU EFTIRFARANDI KRÆKJUR TIL AÐ SJÁ NOKKUR DÆMI UM KORTLAGNINGU LÍFSFERILS!
Map made by help-seeker during counselling session
AÐ spyrja: hverskonar ferlil hentar mér best
er sama og AÐ spyrja: Hvernig ætti ég að lifa lífinu ?
R.Vance Peavy, 2002