top of page

AÐ KOMAST Í SAMBAND VIÐ FYRIRTÆKI  

Dæmi um kynningarbréf til fyrirtækja

Efni: Kynning á verkefninu „Náms- og starfsráðgjöf á vinnustað“ 

Í byrjun árs x var að frumkvæði x farið af stað með verkefnið ,,Náms- og starfsráðgjöf á vinnustað”.  Starfsmaður x sér um skipulagningu í samstarfi við náms- og starfsráðgjafa hjá Mími - símenntun. 

Markhópur verkefnisins eru x Einkum er horft til þeirra sem hafa litla eða enga formlega menntun að baki. Megin markmiðið er hvetja félagsmenn til sækja nám eða námskeið til að styrkja persónulega færni, færni í starfi eða auka lífsánægju almennt.  Verkefnið er fyrirtækjum og starfsfólki að kostnaðarlausu.

 

Framkvæmd:  

(ath. möguleiki á öðrum útfærslum eftir þörfum og aðstæðum í fyrirtækjum).

 

1.  Kynningarfundur fyrir starfsmenn á vinnutíma  (30 mín.).  

 

Æskilegt er að sem flestir starfsmenn fái tækifæri til að mæta á þennan kynningarfund.     (Ath. reynst hefur vel að halda kynningarfundi að morgni áður en verslanir opna).

Dagskrá:

  1. Kynning á gildi símenntunar og hlutverki náms- og starfsráðgjafa (20 mín.).

  2. Kynning á fræðslusjóði x sem veitir styrki til starfs- og tómstundamenntunar auk ferðastyrkja (5 mín). 

Að kynningum loknum geta starfsmenn, sem þess óska, skráð sig í einstaklingsviðtal hjá náms- og starfsráðgjafa

2. Einstaklingsviðtöl við náms- og starfsráðgjafa

Viðtölin fara fram nokkrum dögum eftir kynningu á vinnustað.  Samráð er haft við stjórnendur eða annan tengilið á vinnustað um tíma og fyrirkomulag.  Hvert viðtal tekur u.þ.b. 30 - 40 mín.

Megin markmið viðtalanna er að veita starfsmönnum einstaklingsmiðaða aðstoð meðal annars til að átta sig á eigin stöðu, skoða möguleika á námskeiðum og námsleiðum, setja sér markmið og gera áætlun um næstu skref.

 

                 ----------------------------------------------------------------------------------------------------------

Vaxandi áhersla er lögð á náms- og starfsráðgjöf sem leið til að efla símenntun einstaklinga bæði hér á landi og erlendis. Með því að veita starfsmönnum svigrúm til að taka þátt í þessu verkefni eru fyrirtæki að bjóða upp á þjónustu sem hingað til hefur ekki verið í boði fyrir fólk á vinnumarkaði.  Ávinningur fyrirtækis ætti meðal annars að felast í aukinni hæfni, starfsánægju eða almennri lífsánægju starfsmanna.  

Á þessu ári  hafa x  stofnanir og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu haldið kynningarfundi og nærri x manns mætt á fundina. Af þeim hefur rúmur helmingur þegið tilboð um einstaklingsviðtal. 

Með kveðju,

Þetta er dæmi um bréf sem Mímir-Símenntun á Íslandi hefur notað til að komast í samband við fyrirtæki með tilboð um að veita náms- og starfsráðgjöf. 

 

Sækja má bréfið sem PDF skrá á eftirfarandi vefsíðu PDF file here (click).

bottom of page