top of page

Ráðgjöf í atvinnulífinu

Ráðgjöf í atvinnulífinu á við um þá hugmynd að líf fólks skiptist ekki á milli atvinnu og einkalífs, heldur sé hvort tveggja hlutar af einni heild, einu lífi. Ólíkir hlutar lífsins hafa áhrif hver á annan, spegla hið jákvæða jafnt sem áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Þess vegna á ráðgjöf í atvinnulífinu við um hvers konar ráðgjöf og leiðsögn á vinnustað.

Ráðgjöf

Aðstoð fyrir einstaklinga um ákvarðanir er varða menntun, þjálfun og atvinnu. (http://www.elgpn.eu/publications/browse-by-language/english/elgpn-tools-no.-2-llg-glossary/ ELGPN TOOLS - Glossary)

Starfsráðgjöf

Ýmsar aðgerðir sem gera borgurum á öllum aldri, hvenær sem er á lífsleiðinni kleift að bera kennsl á hæfileika sína, færni og áhuga; til þess að taka ákvarðanir varðandi menntun, þjálfun og atvinnu og að stýra lífi sínu í námi, atvinnu og á öðrum sviðum þar sem þeir afla sér eða beita hæfileikum og færni. (http://www.elgpn.eu/publications/browse-by-language/english/elgpn-tools-no.-2-llg-glossary/ ELGPN TOOLS - Glossary)

Færni / hæfni

Geta til að beita lærdómi á viðundandi hátt í ákveðnu samhengi. Felur í sér, 1) vitsmunalega færni, 2) hagnýta færni, 3) persónulega færni og 4) siðræn gildi. (www.cedefop.gr: “EU Knowledge system for lifelong learning”)

Formlaust nám

Nám sem fer fram við dagleg störf, í fjölskyldulífi eða tómstundum. Það er ekki skipulagt eða samhæft hvað víðvíkur markmiðum, tíma eða námsaðstoð. Formlaust nám er fyrir nemandanum yfirleitt án ásetnings. Lærdómur í formlausu námi leiðir yfirleitt ekki til vottunar en hann má staðfesta og votta þegar mat er lagt á fyrra nám. (www.cedefop.gr: “EU Knowledge system for lifelong learning”)

Þekkingarsamfélag

Samfélag sem skapar, miðlar og nýtir þekkingu, hagsæld og velferð þegnunum til góðs. (www.digitalstrategy.govt.nz/Media-Centre/Glossary-of-Key-Terms)

Hæfniviðmið

Staðfesting á því sem námsmaður veit, skilur og getur gert að loknu námi sem er skilgreint eftir hugtökunum þekkingu, hæfi og færni. (Recommendation of the European Parliament and of the Council on the establishment of the European Qualifications Framework for lifelong learning, April 2008)

Námssamfélag

Samfélag þar sem nám er álitið mikilvægt eða gagnlegt, þar sem einstaklingar eru hvattir til þess að halda áfram námi alla ævi og þar sem tækifæri til að afla sér náms og þjálfunar eru opin öllum. (www.dest.gov.au/sectors/training_skills/policy_issues_reviews/key_issues)

Ævimenntun

Ævimenntun spannar allt það nám sem einstaklingur aflar sér á meðan hann lifir, með það að markmiði að efla þekkingu, hæfni/kunnáttu og/eða færni af persónulegum, félagslegum eða faglegum ástæðum. (www.cedefop.gr: “EU Knowledge system for lifelong learning”)

 

Óformlegt nám

Nám sem felur í sér skipulagt starf sem ekki er beinlínis hugsað sem nám (hvað víðvíkur námsmarkmiðum, námstíma eða námsstuðningi). Óformlegt nám fer fram með ásetningi af hálfu nemandans. Óformlegt nám leiðir oftast ekki til staðfestingar.  (www.cedefop.gr: “EU Knowledge system for lifelong learning”)

Mat á námi

Staðfesting viðurkennds aðila á að lærdómur (þekking, leikni og/eða færni) sem einstaklingur hefur aflað sér í formlegu, óformlegu og formlausu námi hafi verið metinn með hliðsjón af  þegar tilgreindum mælikvarða og að hann sé í samræmi við kröfur um staðfestingarviðmið. Staðfesting leiðir yfirleitt til vottunar. (www.cedefop.gr: “EU Knowledge system for lifelong learning”)

 

Hvatning til náms

Hvatning til þátttöku og árangurs í (formlegu eða óformlegu) námi til þess að efla skilning á eðlislægu gildi náms og til að umbuna fyrir námsárangur. (www.cedefop.gr: “EU Knowledge system for lifelong learning”)

 

Mat á raunfærni

Mat á raunfærni er kerfi sem er óháð námskerfum, en beinist að því að bera kennsl á, meta og staðfesta færni sem einstaklingur hefur aflað sér í hvers konar námsumhverfi. (Duvekot, R.C. (2016). Valuing Learning. A study of VPL and personalised learning. Thesis. Houten, CL3S.)

 

Einstaklingsmiðað nám

Einstaklingsmiðað nám er dýnamískt hugtak um nám sem  lagað er að þörfum hvers einstaks námsmanns, sem getur hrint af stað (eða átt þátt í að hrinda af stað) og skapað einstaklingsmiðaða námskrá í námsumhverfi sem byggir á sjálfmiðuðu, sveigjanlegu, framsýnu ævinámi. (Duvekot, R.C. (2016). Valuing Learning. A study of VPL and personalised learning. Thesis. Houten, CL3S.)

 

 

 

 

Listi yfir hugtök og skammstafanir

bottom of page