top of page

In Finland, the guidance expertise of educational institutions operating at different levels of educations is pooled into networks for the benefit of clients. Clients will find information, advice and guidance about career and educational possibilities from "one-stop shop". 

ALHLIÐA NÁMS- OG STARFSRÁÐGJAFAÞJÓNUSTA

Dæmi frá Finnlandi

Nýlega var hrint í framkvæmd þjóðarátaki um náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna í Finnlandi. Til átaksins var varið andvirði rúmlega 20 milljóna evra. Þróunarverkefnið „Nytsemi og þarfir sem grundvöllur náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna, með beitingu þróunarverkefnis um upplýsingatækni, leiðsögn og rágjöf“ var rekið fyrir styrk frá Félagsmálasjóði Evrópu  undir þriðja forgangsatriði og var hrint í framkvæmd á svæðis- og landsvísu á árunum 2008 - 2014. Markmið verkefnisins voru að:

  1. Þróa framkvæmd náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna, með þjálfun náms- og starfsráðgjafa og leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu,

  2. efla færni þeirra og

  3. leggja mat á raunfærni fyrir námsmenn í fullorðinsfræðslu.

 

Náms- og starfsráðgjafarþjónusta var þróuð í gegnum 30 svæðisbundin „Gátt að námi“ (fi. Opin Ovi) verkefni. Verkefnin leiddu til nýrra líkana og aðferða við náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna, bæði verkefni sem byggja á beitingu upplýsingatækni og sveigjanleg, vel reynd náms- og starfsráðgjafarnet. Meðal afurða verkefnisins var ný þekking, ekki aðeins grunn kunnátta um tengslanet heldur einnig ný nettengd aðferð við vinnu náms- og starfsráðgjafa. Í tengslum við þróunarverkefnið komu fram ótal verkfæri og viðmið og nokkrir samningar til þess að tryggja sjálfbært samstarf og aðgerðir.

 

Markmiðið var að koma á aðgengilegri alhliða náms- og starfsráðgjöf fyrir alla borgara sem veittu aðstoð fólki sem hefur hug á að sækja fullorðinsfræðslu. Að verkefninu loknu héldu sumar ráðgjafamiðstöðvarnar velli á meðan starfsemi annarra var lögð niður vegna skorts á fjármagni.

 

Photo by OSEKK Viestintäpalvelut / at the OpinTori service desk in Oulu

Lærið meira um Gátt að námi

http://www.opinovi.fi/english/ 

Kynnið ykkur Gátt til náms fjölskylduna með því að horfa á myndbandið! 

Heimsækið fésbókarsíðu OpinTori þjónustu á Oulu facebook! 

http://www.facebook.com/OpinTori/

Á Oulu svæÐinu, hefur Gátt aÐ  námi boÐiÐ upp á náms- og starfsráÐgjöf til Þess aÐ aÐstoða einstaklinga viÐ Þróun ferils Þeirra til allt aÐ fimm ára. Þúsundir fullorÐinna hafa haft samband viÐ miÐstöÐvarnar og sumir Þeirra eru í starfi. StaÐbundnir náms- og starfsráðgjafar viРsímenntunarmiðstöÐvar á svæÐinu hafa skiptst á að standa vaktina viÐ ÞjónustuborÐ Gáttar til náms.

  • Grey Facebook Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey Google+ Icon
  • Grey YouTube Icon
  • Grey Pinterest Icon
  • Grey Instagram Icon
bottom of page