top of page

Æfing: Líflína

NEXT TOOL

back to the list of tools

Lærdómur / hæfniviðmið

Að lokinni æfingunni eiga þátttakendur að vera færir um að:

·         Endurskoða eigin náms- og starfsferil með kortlagningu og líta yfir farinn veg í lífi og starfi.

·         Ræða um og draga saman mikilvæga atburði á lífsleiðinni sem hafa haft áhrif á þróun náms- og starfsferilsins.

·         Greina viðburði á náms- og starfsferlinum og ræða um þá.

 

Um æfinguna

Æfingin nýtur mikilla vinsælda meðal náms- og starfsráðgjafa. Líflínuverkfærið má laga að ólíkum umræðuefnum og ólíkum tilgangi. Æfingin getur verið sérlega árangursrík sem upphaf ráðgjafar. Með henni má aðstoða einstaklinginn við að raða viðburðum í lífi hans í tímaröð og draga fram jafnt jákvæða þætti sem áskoranir. Í æfingunni er dregin upp skýr mynd bæði af þróun náms- og starfsferils og af mikilvægum áhrifavöldum í lífi einstaklingsins. Tala má um þættina til að hvetja einstaklinginn til að dýpka sjálfsskilning sinn. Vinnuveitandi getur öðlast vitneskju um styrk og færni starfsmanns auk þess að fá innsýn í það sem stuðlar að vellíðan á vinnustað. Æfinguna má bæði gera með einstaklingum eða hópi þar sem tveir og tveir geta til dæmis rætt saman um útkomuna undir leiðsögn frá ráðgjafa og síðan tekið þátt í umræðum um niðurstöður sem hæfa fyrir allan hópinn.

Til eru margar útgáfur að Líflínuæfingunni. Æfingin hefur þann kost að með henni er hægt að gefa á sjónrænan hátt til kynna hversu viðburðaríkur lífsferill hefur verið og hversu átakamikill. Í ráðgjöf í atvinnulífinu getur náms- og starfsráðgjafi, eða leiðbeinandi, notað aðferðina til þess að beina sjónum að starfsferlinum.  

Leiðbeiningar

  1. Útskýrið líflínuæfinguna. Sem dæmi má  nýta eigin sögu (sbr. atriði 2) eða finna önnur dæmi.

  2. Hver einstaklingur fær A4/A3 örk með tveimur ásum (sjá myndina hér fyrir neðan) og tvo litablýanta. Biðjið þá að merkja fyrsta starfið við upphaf línunnar (lengst til vinstri) með punkti. Lóðrétta línan er til marks um ánægju af starfinu. Punktur neðarlega á línunni er til marks um takmarkaða ánægju en punktur ofarlega um mikla ánægju.

Ræðið um eftirfarandi atriði:

  • Í hverju fólst starfið (störfin)?

  • Hvaða verkefni leystirðu af hendi?

  • Hvaða verkefni voru ánægjulegust?

  • Hvaða færni öðlaðist þú?

  • Hvers naustu helst í starfinu?

 

  3.  Endurtakið ferlið sem lýst er í 2. lið æfingarinnar þar til komið er að núverandi starfi.

  4.  Nota má líflínuna sem grundvöll fyrir frekari kortlagningu á hæfni og við færnimöppu- eða ferilskrárgerð eða þróun starfsferils. Líflínan gagnast líka til þess að taka ákvarðanir um næstu skref á náms- og starfsferlinum.

Krækjur í tengt efni

Hér eru nokkur dæmi um efni sem vert er að kanna nánar:

MORE

Teikning líflínu með tveimur ásum, annar ásinn endurspeglar tilfinningar og hinn starfsferil.

Einnig er hægt að teikna „líflínu“ án ása, nokkurs konar lífsleiðar“ teikning. Sjónræn framsetning sem þessi getur líka skapað frjóan grundvöll fyrir umræður. Kannið einnig æfinguna í einni af krækjunum hér fyrir neðan.

bottom of page