top of page

JAFNINGJAFRÆÐSLA OG LEIÐSÖGN (PGM))

Jafningjafræðsla og leiðsögn (e. mentoring and peer-group mentoring) felst í aðstoð og sambandi um nám með það að  markmiði að styðja við þróun náms- og starfsferils starfsmanns og veita honum sálfræðilegan og félagslegan stuðning.

Jafningjafræðsla og leiðsögn er virkni þar sem starfsmenn deila og velta fyrir sér reynslu sinni, ræða um vandamál og ögranir sem þeir þurfa að takast á við í störfum sínum, hlusta hver á annan, læra hver af öðrum og læra saman.

Leiðbeinandi (e. mentor) er alla jafna reyndur starfsmaður sem þekkir starfsemi fyrirtækisins vel. Hlutverk leiðbeinandans felst í að að kenna starfsfólki með minni reynslu, þ.e. „leiðþega“ (e. mentee), veita leiðsögn og vera í hlutverki fyrirmyndar. Algengast er að leiðsagnarsambandi sé komið á á milli tveggja starfsmanna í sama fyrirtæki og ætti að hefjast á grundvelli sjálfboðastarfs. Starfsmenn geta þó líka fundið leiðbeinendur utan fyrirtækisins og tekið ábyrgð á eigin þroska og starfsþróun.

Til eru margar gerðir leiðsagnar. Leiðsögn mætti gjarnan vera algengari á vinnustöðum en raunin er í dag. Einstaka fyrirtæki hafa samt beitt leiðsögn til þess að yfirfæra dulda þekkingu, efla kynningu nýrra starfsmanna, draga úr spennu og óöryggi sem starfsmenn finna fyrir er þeir koma aftur til starfa eftir fæðingarorlof eða annars konar leyfi og efla jafnvægi á milli einkalífs og atvinnu.

Í Finnlandi eru dæmi um leiðsögn í menntageiranum í tengslum við þróunarverkefnið Osaava Verme netið þar sem boðið er  upp á jafningjafræðslu og leiðsögn til þess að styðja við færniþróun og vellíðan á vinnustað.

Osaava Verme netið er einkum ætlað kennurum sem eru að hefja starfsferil sinn og markmiðið er að leggja grunn að samfelldri og ævilangri þróun sem hefst með kennaranámi. Jafningjafræðsla og leiðsögn Osaava Verme fer fram í fámennum hópum þar sem þátttakendur deila færni sinni og reynslu. Í hópunum eru jafnt reynslumiklir kennarar og eins hinir reynsluminni. Hóparnir dreifast um gervallt Finnland.

 

Hvernig virkar PGM?

PGM hópar hittast venjulega einu sinni í mánuði til þess að ræða um vinnutengd málefni. Aðferðafræði PGM byggir á forsendum hugsmíðahyggju í kennslu sem gengur út á að við byggjum þekkingu okkar ofan á fyrri þekkingu, reynslu og skoðanir. Þess vegna eru samræður jafningja grundvallaratriði til þess að skapa sameiginlegan skilning á starfi kennara.  

dæmi frÁ FINNLANDI: PGM

More about Osaava Verme and PGM: http://www.osaavaverme.fi/eng

Watch the video about PGM! 

bottom of page