top of page

Æfing: VerkefniÐ mitt

Lífið er ekki alltaf auðvelt, fyrir kemur að aðstæður okkar eru óþægilegar, við erum stressuð, örmagna, atvinnulaus, óánægð, eða að fást við aðrar erfiðar kringumstæður – eða viljum setja okkur ný markmið. Oftar en ekki getum við séð okkur fyrir okkur við ánægjulegri kringumstæður. Spurningin er hvernig við ætlum að komast þangað – frá þeim aðstæðum sem við búum við núna, í aðstæður sem okkur finnst eftirsóknarverðari. Ein leið felst í að semja eigið verkefni eða ferli sem felur í sér skrefin sem leiða til eftirsóknarverðari aðstæðna.

 

Lærdómur/hæfniviðmið

Að lokinni þessari æfingu eiga þátttakendur að vera færir um að:

  • Setja sér markmið

  • Kanna lausnir að eftirsóknarverðum aðstæðum/markmiðum

  • Semja áætlun og móta stefnu til þess að ná eftirsóknarverðum aðstæðum/markmiðum

 

Um æfinguna

Þessi æfing hentar einstaklingum sem vilja bæta aðstæður sínar. Náms- og starfsráðgjafi getur notað þessa æfingu til þess að efla einstaklinginn og aðstoða hann við að komast að því hvernig hann/hún getur breytt lífi sínu. Æfingin felst í skriflegu verkefni og umræðum.

Leiðbeiningar

 

 1. Skref

Afhentu ráðþeganum verkefni sem byggir á spurningunum hér á eftir. Biddu hann/hana um að velta spurningunum vandlega fyrir sér og fara eftir leiðbeiningunum hér á eftir:

  • Hvaða verkefni er mikilvægt og þýðingarmikið fyrir þig. Veldu gerlegt verkefni sem þú vilt gefa þig að af öllu hjarta.

  • Skapaðu verkefni sem mun auðvelda þér að velja og skilgreina markmiðin sem þarf til að ná æskilegri framtíð/aðstæðum.  

  • Spurðu þig spurninga eins og: 

    • Er mér ljóst að hverju  og hvert mig langar að stefna? Hvaða markmið vil ég setja mér? Skapaðu kort, eða framkallaðu skissu af verkefninu þínu.  

    • Ertu fær um að takast á við þau verkefni sem felast í verkefninu? Er verkefnið fýsilegt og raunhæft? Hefurðu alla þætti í hendi þér sem þú þarfnast til þess að geta leyst verkefnið?  

    • Hefurðu rætt verkefnið þitt við einhvern sem þú treystir til þess að veita þér hugmyndir og raunhæfar tillögur?  Ef nauðsyn krefur ertu reiðubúin/n til þess að endurskoða og aðlaga verkefnið þitt eða skapa annan valkost ef ekki tekst sem skyldi við þetta? Finnst þér þetta vera þitt eigið, persónulega verkefni og hefur það persónulega merkingu fyrir þig?

    • Áætlun mín fyrir verkefnið mitt er . . . (lýstu áætlun þinni með orðum). 

 

2. Skref

Ræðið við ráðþegann um verkefni hans/hennar. Umræðurnar munu veita þér, sem náms- og starfsráðgjafa, tækifæri til þess að skilja ráðþegann betur og gera þér kleift að aðstoða hann/hana betur við að leysa verkefnið. Æfingin snýst um hæfileika ráðþegans til þess að breyta einu og öðru í lífi hans/hennar. Verkefnið veitir jafnframt tækifæri til umræðna við ráðþega á meðan á ráðgjafarferlinu stendur.

 

Æfingin er aðlöguð útgáfa af æfingu R. Vance Peavys  „Henkilökohtaisen projektin rakentaminen tavoitteen toteuttamiseksi“. Peavy, R. V. 2001. Elämäni työkirja. 

Hér má finna nánari leiðbeiningar og aðrar  áþekkar æfingar á ensku:http://www.slideshare.net/VALOA/cc-training-material

  • Grey Facebook Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey Google+ Icon
  • Grey YouTube Icon
  • Grey Pinterest Icon
  • Grey Instagram Icon

NEXT TOOL

previous tool

back to the list of tools

bottom of page