top of page

Hvernig er fariÐ aÐ

LeiÐir til aÐ veita Þjónustu

Náms- og starfsráðgjöf á vinnustað er útfærsla á ráðgjöf fyrir starfsfólk. Í verkfærakistunni beinum við  sjónum  að verkfærum fyrir sérfræðinga í ráðgjöf og mannauðsráðgjafa sem bjóða upp á ráðgjafarþjónustu í fyrirtækjum og veita náms- og starfsráðgjöf í samstarfi við stjórnendur fyrirtækjanna.

Leiðirnar  til þess að veita starfsfólki náms- og starfsráðgjöf eru hins vegar fjölmargar. Hér er að finna dæmi um ýmsar aðferðir sem beitt er til þess að veita náms- og starfsráðgjöf við hæfi.

  • Grey Facebook Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey Google+ Icon
  • Grey YouTube Icon
  • Grey Pinterest Icon
  • Grey Instagram Icon

Náms- og starfsráðgjöf á vinnustað, hver veitir hana, hvernig og hvar?  

 

Ráðgjöfin getur farið fram:

  • Á sjálfum vinnustaðnum, það er í húsnæði vinnuveitandans

  • Í húsakynnum náms- og starfsráðgjafar  

  • Í símenntunarmiðstöð  

  • Inni á heimilum  

 

Ráðgjöfin getur líka farið fram hjá verkalýðsfélögum, íþróttafélögum og svo framvegis. Hægt er að veita ráðgjöf augliti til auglitis, í síma, eða á rafrænan hátt (til dæmis með tölvupósti eða í gegnum vefsíðu fyrir náms- og starfsráðgjöf). Jafnframt geta ólíkir hópar fólks veitt ráðgjafarþjónustuna, á formlegan eða óformlegan hátt, þar með talið:

  • Náms- og starfsráðgjafar sem starfa hjá fyrirtækinu

  • Náms- og starfsráðgjafar við sérstakar stofnanir eins og Vinnumálastofnun

  • Aðilar sem bjóða upp á sí- og endurmenntun  

  • Lýðskólar, og fræðsluaðilar sem sinna fólki í atvinnulífinu

  • Náms- og starfsráðgjafar sem heimsækja fyrirtæki í samstarfi við vinnuveitendur eða verkalýðsfélög

  • Fræðslufulltrúar verkalýðsfélaga eða fræðsluráðgjafar

  • Samstarfsmenn sem bjóða upp á stuðning eða jafningjaráðgjöf  

  • Eftirlaunaþegar sem bjóða ungum, varnarlausum starfsmönnum stuðning/leiðsögn

  • Verkstjórar, til dæmis í gegnum framgangskerfi eða með óformlegu spjalli

  • Þá geta starfsmenn sem fást við mannauðsráðgjöf einnig veitt ráðgjöf.

 

Heimild / eftir: The Social Partners and vocational guidance for lower-paid workers. Lokaskýrsla verkefnis. Dr. Pamela Clayton, Háskólinn í  Glasgow. 2007. Hlekkur í skýrsluna.

Um ráðgjöf í atvinnulífinu

IN SWEDISH
IN ICELANDIC
IN DUTCH

Alhliða náms- og starfsráðgjafarþjónusta

Færni í ráðgjöf fyrir stjórnendur

Jafningjafræðsla og leiðsögn

Dæmi: Hópráðgjöf fyrir láglaunafólk í Finnlandi

Horn fyrir ráðgjöf innan fyrirtækis

Jafningjaráðgjöf á vinnustað

Handleiðsla á vinnustað/leiðsögn

Hvað er CH-Q?
bottom of page