top of page

Þegar ráðgjöf er veitt er að öllu jöfnu lögð áhersla á áhuga þess einstaklings sem í hlut á. Að beina athyglinni að sjónarhorni hans er siðferðilegur þáttur í starfi ráðgjafans. Auðveldara er að halda fast í siðferðilegar reglur þegar hefðbundnir markhópar eiga í hlut, þ.e. ungmenni og atvinnulausir.

En aðstæður eru flóknari þegar einstaklingi í starfi er veitt  ráðgjöf og leiðsögn í atvinnulífinu. Þá verður vinnuveitandi að koma að ráðgjöfinni.

Hvernig má nálgast fyrirtæki meÐ tilboÐ um ráÐgjafarÞjónustu?

Hvernig gæti árangursríkt ferli ráðgjafar litið út frá sjónarhorni vinnuveitanda? Fyrsta skrefið, að komast að samkomulagi við vinnuveitandann, er mikilvægast, því að næstu skref eru háð því hvernig þar tekst til. Við leggjum áherslu á eftirfarandi atriði í þessu fyrsta skrefi:

 

 

Að fá aðgang að fyrirtækinu 

Fyrsta og mikilvægasta skrefið er að „opna dyrnar“ að heimi vinnuveitandans – að skapa áhuga og traust fyrir langtíma samskipti. Fyrstu samskipti eru mikilvæg og er hægt að koma á sambandi með ýmsum hætti. Reynslan sýnir þó að ein árangursríkasta leið ráðgjafans við að „opna dyrnar“ er að beita fyrir sig öðrum aðilum sem tengjast mannauðsþróun.

Hefjið áætlanagerðina með vinnuveitanda

Vinnuveitandinn verður frá upphafi að taka þátt í áætlanagerð um ráðgjöfina. Vinnuveitandi gæti óttast að missa stjórn á þróun mála. Þetta samstarf við stjórnendur verður að vera í samræmi við siðferðileg viðmið fyrir ráðgjöf. 

 

 

Samræmið ráðgjöfina við stefnu í mannauðsþróun

Ráðgjöfin þarf að vera samofin samfelldri og heildstæðri stefnu fyrirtækisins um  ráðgjöf, nám og viðskiptaþróun. Þjónustan felst í því að safna og kanna tölulegar upplýsingar um þekkingu starfsfólks og upplýsa um þjónustu sem ólíkir fræðsluaðilar og stofnanir geta veitt, s.s.  viðskiptanet og vinnumiðlanir, og greina mögulegar námsleiðir.

 

Gera verður vinnuveitanda ljóst hvernig námið geti stuðlað að aukinni framleiðni og arðsemi í fyrirtækinu. Strax í upphafi þarf vinnuveitanda að vera ljós ávinningurinn af náminu. Á þessu stigi málsins er ekki svo auðvelt að kynna hugmyndir um ævimenntun en ráðgjöf gæti öðlast sess sem einn þáttur framsækinnar stefnu, í stað þess að á hana sé litið sem óþarfa og aðeins hugsað til að mæta lágmarks kröfum.

Þróið einfalda, árangursríka og aðgengilega ráðgjafarþjónustu

Þjónustan þarf að skila árangri og vera einföld, sveigjanleg og aðgengileg fyrir einstök fyrirtæki.  Í litlum fyrirtækjum er aðeins hægt að ráðstafa takmörkuðum tíma til leiðbeiningar og náms. Í þjálfuninni þarf að taka tillit til ólíkra skipulagsþátta og breytilegra aðstæðna  í fyrirtækjunum. Nám með stuðningi upplýsingatækni, eða fjarnám, gæti reynst hentug leið fyrir minni fyrirtæki.

 

 

Samstarf við verkalýðsfélög

Samstarf við verkalýðsfélag getur verið gagnlegt. En í litlum fyrirtækjum er ekki víst að verkalýðsfélagið eigi þar fulltrúa. 

Náms- og starfsráðgjafi þarf að eiga gott samstarf við verkalýðsfélög þegar það er mögulegt (fræðslustjóra og verkefnaráðna ráðgjafa) en þó aðeins með samþykki vinnuveitanda.

 

Lesið meira; ábendingar og hjálp um hvernig best er að nálgast atvinnurekendur!

IN SWEDISH
IN ICELANDIC
IN DUTCH
1
2
3
4
5
bottom of page