Um ferlið
framkvæmd ráðgjafar í fyrirtækjum
Ráðgjöf í atvinnulífinu (WLG) styður við starfsþróun einstaklings og styrkir þannig mannauðinn með óbeinum hætti. Ráðgjöfin er tímabundin og er veitt af sérfræðingum til þess að styðja einstaklinga við að auka skilning og efla framþróun þeirra í því vinnuumhverfi sem þeir starfa í.
Færniþróun einstaklings er viðvarandi ferli. Fólk þarf að takast á við sífelldar breytingar, annars vegar í umhverfinu, s.s. á heimili og vinnustað og í sjálfboðastarfi, menntun og samfélagi, og hins vegar persónulegar breytingar. Samfélagslegar breytingar, s.s. hnattvæðing, lýðfræði, tækni, upplýsingar og efnahagur, gera kröfu um einstaklingsmiðaða nálgun. Fólk gerir tilkall til ákveðinna réttinda, því finnst það vera sjálfstæðara og tekur sífellt stærri ákvarðanir um eigið líf.
Ferlið við ráðgjöf í atvinnulífinu hjálpar einstaklingum að vera sér betur meðvitaðir og bæta stöðu sína og þær aðstæður eða samhengi sem þeir eru í, svo og eigin frammistöðu í lífi og starfi.
Náms- og starfsráðgjafi í atvinnulífinu býður fram sérþekkingu sína með því að gera einstaklingnum betur grein fyrir ráðgjafarferlinu, utanaðkomandi áhrifum og eigin innri færni. Ráðgjöf í atvinnulífinu felst venjulega í eftirfarandi fimm þrep:
-
Kynning og skipulagning á ferli náms- og starfsráðgjafar
-
Könnun
-
Skilningur (afmörkun viðfangsefnisins, mat, markmið)
-
Aðgerðir (taka ákvörðun, leysa viðfangsefni)
-
Niðurlag (mat, endurgjöf, skýrslugjöf, lok íhlutunar)
Ferlið þarf ekki að vera línulegt. Fara má fram og til baka í ferlinu. Sem dæmi er hægt að fara frá 4. þrepi aftur á 3. þrep eða bíða eftir réttu tækifæri til að fara yfir á 4. þrep, ef í ljós kemur að tímasetning eða aðstæður henta ekki til þess að grípa til aðgerða. Hægt er að taka skrefin jafnt með einstaklingum sem hópum.
Í mannauði fyrirtækja liggur mikill fengur. Breytingar í samfélaginu og hreyfiöfl í vinnuumhverfi krefjast þess að starfsfólkið búi yfir mikilli færni sem gerir því kleift að hámarka árangur vinnu sinnar og að takast á við breytingar í starfi jafnt í dag sem í framtíðinni.
Til þess að skapa tengsl við starfsfólk fyrirtækis þarf ráðgjafinn að leiða stjórnendum fyrir sjónir þau tækifæri sem felast í ráðgjöf í atvinnulífinu og sannfæra þá um ávinninginn fyrir fyrirtækið/stofnunina. Náms- og starfsráðgjafi getur orðið fyrirtækinu mikilvægur sem (ytri) mannauðsráðgjafi. Skrefin sem náms- og starfsráðgjafi getur tekið til þess eru:
-
Safna upplýsingum (til dæmis um fyrirtækið og starfsumhverfi þess, og um siðferðileg málefni sem geta skipt máli)
-
Skapa tengsl og mynda traust.
-
Samningaviðræður og samkomulag um vinnuáætlun.
-
Upplýsa starfsfólk.
-
Ferli náms- og starfsráðgjafar með starfsfólki (samanber skrefin hér að ofan).
-
Endurgjöf og mat.
-
Skýrslugjöf til stjórnenda.
Á eftirtöldum vefsíðum er veitt innsýn í skrefin í ferli ráðgjafar í atvinnulífinu:
Lesið meira um ferlið
Siðfræði ráðgjafar í atvinnulífinu
Náms- og starfsráðgjafarferlið
Hver greiðir fyrir ráðgjöfina?
Dæmi: ráðgjöf í fyrirtæki á Íslandi
Sjónarhorn fyrirtækis og einstaklinga