top of page
Að bera kennsl á styrkleika og færni

2. stig ráðgjafarferilsins:

Á öðru stigi er reynt að bera kennsl á styrkleika og færni bæði í lífi og starfi. Þar gefst einnig tækifæri til þess að velta fyrir sér hvaða færni er æskilegt að efla.

Kynning og aukinn skilningur

 

1. stig rágjafarferilsins:

Á fyrsta stiginu fer fram kynning til þess að auka skilning. Hún snýst um að finna hvatningu til sífelldrar þróunar einstaklings með því að kanna stöðuna og vinna með persónulega þætti.

Ráðgjöf í atvinnulífinu beinist að því að aðstoða einstaklinginn við að þróa náms- og starfsferil sinn bæði í lífi og starfi (career guidance). Hún snýst um að aðstoða einstaklinga við að bera kennsl á styrkleika sína, vinna að markmiðum og veita hvatningu og stuðning á meðan þróunin er í gangi.

Alþjóðasamtök náms- og starfsráðgjafa (The International Association of Educational and Vocational Guidance, IAEVG) hafa skilgreint eftirfarandi markmið ráðgjafar:

Markmið náms- og starfsráðgjafar er að aðstoða fullorðna og námsmenn við að taka ákvarðanir er varða nám og störf. Þetta gera þeir með því að aðstoða einstaklinga við að:

  • Skilja og meta hæfni sína og getu.

  • Tengjast öðrum á árangursríkan hátt.

  • Kanna tækifæri til náms- og starfsþróunar.

  • Þróa viðeigandi áætlanir til þess að stýra námi og störfum.

  • Kynna eflingu á starfshæfni á öllum stigum.

  • Leggja sitt af mörkum við jafnt aðgengi stúlkna og kvenna að námi og atvinnu.

  • Aðlagast samfélagi og vinnumarkaði.

Hvernig vinna má með hópum og einstaklingum - Hagnýt verkfæri

Náms- og starfsferill okkar er persónulegt málefni og ráðgjöf í atvinnulífinu varðar persónuleg málefni tengd starfi og einkalífi. Þess vegna eru traust, trúnaður og siðferði grundvallarþættir í ráðgjöf.  

Markmið ráðgjafar í atvinnulífinu er að veita einstaklingnum tækifæri til þess að auka virði sitt og vellíðan á vinnumarkaði. Þeir sem bjóða upp á leiðsögn og ráðgjöf vinna í nánu samstarfi við vinnuveitendur. Þeir bera kennsl á og þróa færni starfsmanna til þess að efla vellíðan á vinnustaðnum með því að samstilla hæfni og verkefni í fyrirtækinu. Árangurinn verður aukin gæði í framleiðslu, þjónustu og/eða vöru.

 

Þessi kafli skiptist í þrjú stig, sem fjalla um ólík þrep náms- og starfsráðgjafar. Þegar stefnt er að árangursríkri hæfniþróun í atvinnulífinu er allt ferlið skipulagt og því stjórnað. Hægt er að nota hverja æfingu fyrir sig í ýmsu samhengi við vinnuna. Líta ætti á æfingarnar sem kynntar eru hér sem dæmi sem hægt er að laga að ólíkum aðstæðum.

Anchor 1

Ákvarða næsta skref 

3. stig ráðgjafarferilsins:

Á þriðja stiginu kynnast þátttakendur tækifærum til sífelldrar þróunar, skilgreina markmið og taka ákvörðun um næsta skref.

HvaРer hægt aÐ gera? Verkfærin:

IN ICELANDIC
bottom of page